- Advertisement -

Frístundakort barna tekin upp í skuldir foreldra

Í þessu hverfi búa flest börn af erlendum uppruna og börn sem búa við fátækt.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur barist lengi fyrir að frístundakortin verði notuð samkvæmt sínu upphaflega tilgangi, „…en ekki til að greiða með frístundaheimili eða setja upp í skuld foreldra sem þarfnast fjárhagsaðstoðar fyrir börn sín.“

Kolbrún segir núverandi meirihluta hafa gengisfellt frístundakortið og haft þar með af fátækum börnum tækifæri til að velja sér tómstund og námskeið. „Þess utan voru skilyrði fyrir að nota kortið óraunhæf fyrir mörg börn og foreldra. Námskeið þurfti að vera heilar 10 vikur til að hægt væri að nota kortið. Ekki hafa allir foreldrar ráð á að greiða mismuninn,“ segir Kolbrún í bókun í borgarráði.

„Nánast öllum tillögum Flokks fólksins um lagfæringar var hafnað. Settur var á laggirnar stýrihópur til að endurskoða reglur um frístundakortið en sá hópur hefur enn ekki skilað niðurstöðum. Nú fyrst á að gera bragarbót og er lagt til að sett verði á laggirnar verkefnið „Frístundir í Breiðholti“ sem þriggja ára tilraunaverkefna. Eins og margsinnis kom fram í tillögum Flokks fólksins er þátttaka í íþrótta- og frístundastarfi og nýting frístundakorts í hverfi 111 í Breiðholti lægri en í öðrum hverfum. Flokkur fólksins barðist í á annað ár fyrir jafna þennan mun því að í þessu hverfi búa flest börn af erlendum uppruna og börn sem búa við fátækt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: