- Advertisement -

Fylgishrun eftir „velheppnaðan“ landsfund

sme lllStjórnmál „Ég held að tilkoma mín inn í þetta starf breikki ásýnd forystunnar. Ég er í háskóla og á vinnumarkaði á sumrin svo kannski er ég meira að upplifa það sem aðrir kjósendur eru að upplifa.“

Þannig mæltist Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur eftir að hún var kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins seint í október í haust.

Snemma eftir landsfundinn mælddist fylgi Sjálfstæðisflokksins  23,7 prósent en hefur nú, með sömu mælingum fallið um heil fjögur prósentustig og er komið niður fyrir tuttgu prósent, mælist nú 19,5 prósent.

Á landsfundinum tók unga fólkið fundinn yfir. Innan flokksins var vonast til að þar með væri komið svar við uppgangi Pírata. Þegar kannanir MMR eru skoðaðir er fylgni með fylgsitapi Sjálfstæðisflokksins og aukningu Pírata frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Unga fólkið lífsnauðsynlegt

„Fylgishrun flokksins á síðustu mánuðum er fyrst og fremst hjá ungu fólki og þess vegna var það flokknum lífsnauðsyn að ungt fólk léti til sín taka af alvöru á þessum landsfundi,“ þannig skrifaði Borgar Þór Einarsson, fyrrverandi formaðir SUS á Deigluna eftir fundinn.

Unnur Brá Konráðsdóttir tjáði sig nokkuð fyrir hinn afdrifaríka landsfund. Hún sagði að flokkurinn ætti mikil sóknarfæri þar sem ungt fólk sé í eðli sínu einstaklingshyggjufólk. „Einhverra hluta vegna hafi flokkurinn ekki þá ímynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki flokkur frelsis og einkaframtaks, heldur valdaflokkur.“

Áfall, forystuna og bankadreifingin

Bjarni Benediktsson 5Ekki er nokkur vafi á að það er áfall fyrir Sjálfstææðisflokkinn að mælast svo lágt, undir tuttugu prósentum. Hvað með forystu flokkksins. Þar standa fremst; Bjarni Benediktsson formaður, Ólöf Nordal varaformaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari.

„Ég er núna að hugsa um framtíðina, hvernig fólk getur haft trú á stjórnmálum og að koma sjálfstæðishugsjóninni, sem ég hef svo mikla trú á, áfram,“ sagði Áslaug Arna að loknum aðalfundi.

Bjarni Benediktsson vakti athygli þegar hann sagði í ræðu sinni á landsfundi: „Ég er að tala um það að ríkið einfaldlega taki tiltekinn hlut, fimm prósent, og einfaldlega afhendi hann landsmönnum. Með því væru komnir um 300 þúsund hluthafar í bankana og á Íslandi verður eignaraðildin ekki mikið dreifðari. Það væri jú bara að tilteknum hlut og ég ætla ekki að útiloka að það myndi þurfa að setja kvaðir á framsal slíkra eignarhluta í einhvern tíma ef efnahagsaðstæður eru með þeim hætti að menn hafa áhyggjur af eftirspurninni í hagkerfinu.“

Bjarni Benediktsson? Nú er beðið hans viðbragða.

Hvað nú?

Þrátt fyrir allt og allt er staða flokksins verri en nokkru sinni. Vilyrði um að öll þjóðin fái sendan hlut  í banka, að unga fólkið hafi stigið upp og boðið Pírötum birginn er staðan verri en áður.

Sama hvað hver segir og hvað hverjum þykir er ljóst að Borgunarmálið mun reynast Sjálfstæðisflokki erfitt. Stjórnarflokkarnir tapa miklu fylgi þrátt fyrir stöðugleika, þrátt fyrir að hér sé atvinnuleysi lítið, þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist og margs annars sem hefur þokað okkur fram á við.

Eitt af því sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf að huga að er að gera sér grein fyrir vandanum. Ég átti samtal við unga Sjálfstæðismenn í gær. Þeir spurðu undrandi hvar alla þessa Pírata sé að finna, þeir þekkti engann Pírata að eigin sögn og sögðust þess vegna ekki hafa áhyggjur. Þeir sáu ekki skóginn fyrir trjánum. Ætli svo sé með fleiri?

Sigurjón Magnús Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: