- Advertisement -

Fylltist reiði vegna þeirrar grimmdar og mannvonsku sem mér finnst felast í þessum aðgerðum yfirvalda

Alda Lóa skrifar:

Friðþjófur Helgi, skólastjóri: „Ég fylgdi Rewidu og Abdalla út strætó í dag. Þau voru á leið í Covid-test. Ég kvaddi þau með þeim orðum að við myndum sjást aftur á morgun hér í skólanum. Rewida horfði á mig sorgmæddum augum og sagði ,,Ég held að við komum ekki á morgun í skólann. Mig langar svo mikið til að vera áfram á Íslandi’ – á henni mátti sjá að hún var búinn að glata voninni. Ég fylltist reiði vegna þeirrar grimmdar og mannvonsku sem mér finnst felast í þessum aðgerðum yfirvalda. Aðgerðum sem svo sannarlega brjóta á grundvallarmannréttindum þessara barna.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: