- Advertisement -

Galin ákvörðun ríkisstjórnarinnar að loka landinu en ekki börunum

Í „leiðara“ Hringbrautar segir:

„Það er vægast sagt umdeilt að setja alla sem koma til landsins í fimm daga sóttkví eins og ríkisstjórnin hefur nú ákveðið. Þetta jafngildir því nánast að loka á ferðir erlendra gesta til landsins á meðan þessi vanhugsaða ákvörðun stjórnvalda gildir.

Fyrir liggur að meðaldvalartími útlendinga sem koma til landsins eru sex dagar í ágúst og september. Því er ekki við því að búast að ferðamenn heimsæki landið gagngert til að dvelja í sóttkví megnið af dvalartímanum hér. Þannig jafngildir ákvörðun ríkisstjórnarinnar því að loka landinu fyrir erlendum ferðamönnum.

Afleiðingar þess eru skelfilegar fyrir efnahagskerfi landsmanna – ekki bara fyrir ferðaþjónustu og iðnað sem framleiðir margháttaðar vörur sem erlendir gestir kaupa.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og svo hvatti hún þjóðina til að halda fjarlægðarmörkin í heiðri.

Með þessum orðum er ekki verið að gera lítið úr þeim veiruvanda sem við er að fást.

En full ástæða er til að setja hömlur í réttri röð. Það er gjörsamlega óþolandi fyrir atvinnulífið að þurfa að sætta sig við umræddar aðgerðir á landamærunum á sama tíma og barir eru í fullum rekstri þar sem reglur eru þverbrotnar þegar gestir troðast um á djamminu og sniðganga reglur um fjarlægðarmörk og annað eins og gerist þegar fólk er undir áhrifum.

Enda koma flest smitin upp við slíkar aðstæður eins og kunnugt er.

Nú um helgina voru barir í miðborg Reykjavíkur troðnir af fólki sem virti engin mörk. Þetta leyndi sér ekki þegar farið var um Hverfisgötu, Laugarveg, Klapparstíg og nærliggjandi götur svo dæmi séu tekin.

Og svo kom upp vægast sagt vandræðalegt mál fyrir ríkisstjórnina þegar ráðherra ferðamála og iðnaðar var mynd birt með mörgum vinkonum sínum sem skemmtu sér og voru myndaðar saman í hrúgu. Engin tveggja metra regla í gildi þar. Ekki einu sinni tveggja sentimetra fjarlægð á milli þeirra.

Hvort ráðherrann var á miklu eða litlu djammi í miðborginni er ekki aðalatriði málsins, heldur hitt að þetta er sama manneskjan og tilkynnti okkur um lokun landamæra fyrir helgina sem er þungt högg fyrir ferðaþjónustu og iðnað! Og svo hvatti hún þjóðina til að halda fjarlægðarmörkin í heiðri – og muna að þvo sér um hendur og spritta.

Og þá var haldið á djammið með vinkonunum.

Þetta er þá aðferð ráðherrans til að gefa þjóðinni fordæmin. Munu landsmenn þá ekki bara gera það sem þeim sýnist í kjölfarið?

Í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar segir í 22. sálmi:

Hvað höfðingjarnir hafast að,

hinir meina sér leyfist það.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: