- Advertisement -

Gallup staðfestir „helgöngu“ VG

Fylgið hrynur af Vinstri grænum, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Fáum mun koma það á óvart. Ástæðurnar eru eflaust nokkrar. Sú sem kann að vega þyngst er stjórnarmyndunin með Sjálfstæðisflokki. Framsókn tapar ekki eins miklu og VG. Enda aðar kröfur gerðar til VG en til Framsóknar.

VG fékk 16,9 prósent í kosningunum og var annar stærsti flokkurinn. Nú mælist Samfylkingin með nokkru meira fylgi en VG, sem þar með er þriðji stærsti flokkurinn. Aðeins hálf annað prósentustig skilur nú að Pírata og VG.

Það er þekkt hér á landi að meðreiðarflokkar Sjálfstæðisflokksins gjalda samstarfsins með minnkandi fylgi. Leiðtogar VG ákváðu að feta þann stíg sem aðrir flokkar hafa reynt með vondum afleiðingum.

Aðeins sjónarmunur er fylgi Framsóknarflokks og Miðflokks. Framsóknur hefur hálfu prósentustigi meira fylgi.

Meðan Viðreisn bætir við sig mælist Flokkur fólksins nú undir fimm prósenta línunni og er því fallhættu.

Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins verða enn og aftur að sættast á að flokkurinn er nokkuð öruggur við 25 prósenta línuna.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: