- Advertisement -

Gapandi hissa á sjávarútvegsráðherranum

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Skiljanlega hefur norski sjávarútvegsráðherrann tekið fyrir kvótabrask Samherja í Noregi, enda eru stjórnendur fyrirtækisins grunaðir um að koma að fjölbreyttri brotastarfsemi í mörgum þjóðlöndum. Þeir erum m.a. grunaðir um skattasniðgöngu, mútugreiðslur og peningaþvætti.

Margrét Ólafsdóttir talskona Þorsteins Más, er eins og sjá má á meðfylgjandi viðtali í norska sjávarútvegsblaðinu er algerlega gapandi hissa og þykir sem Samherji sé meðhöndlaður óréttlátlega af norska sjávarútvegsráðherranum Odd Emil Ingebrigtsen.

Þessi afstaða talskonu Samherja er skiljanleg þar sem hún er vön meðvirkri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, en fyrstu viðbrögð ráðamanna voru að gráta yfir því að Namibíumálið skyldi koma fram og fjársvelta síðan þau stjórnvöld, sem bera ábyrgð á rannsókn málsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: