- Advertisement -

Gengjastríðið í Sjálfstæðisflokki

„Umboð hennar til þess að leiða breytingar eftir eigin höfði er þess vegna veikara en ella, bæði í ljósi þessa litla munar og þess að einhverjir fylgismenn hafi gengið lengra en góðu hófi gegndi.“

Andrés Magnússon.

„Eftir standa hin ótvíræðu úrslit, að Guðrún Hafsteinsdóttir er réttkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Þótt mjótt hafi verið á munum, þá munaði nú samt.“ Þetta er úr frétt sen Andrés Magnússon skrifaði og er finna í Mogganum í dag. Andrés er meðal innstu koppa í búri, í Hádegismóum 2.

Mörgum fannst ljóst að Guðlaugsarmurinn Þórðarsonar hafi sigrað í formannskosningunum. Um það má lesa hér rétt á eftir. Meira um Guðrúnu formann frá Andrési:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Því við stöndum saman í dag…“

„Henni er hins vegar nokkur vandi á höndum. Í kosningabaráttunni lagði Guðrún mikla áherslu á að hún tilheyrði engri fylkingu í flokknum og að hún vildi setja slíkar deilur niður. Þar gekk hins vegar önnur fylkingin henni á hönd og beitti í einhverjum tilvikum umdeildum aðferðum. Ekki bætti úr skák að sumir í þeim hópi lýstu því síðkvöldin löng á landsfundi hvernig kné myndi fylgja kviði í hinum ýmsu flokksstofnunum í framhaldinu.“

Það fór þá eins og ég hélt. Gengjastríð af fyrstu gráðu.

„Umboð hennar til þess að leiða breytingar eftir eigin höfði er þess vegna veikara en ella, bæði í ljósi þessa litla munar og þess að einhverjir fylgismenn hafi gengið lengra en góðu hófi gegndi.

Á það þarf hins vegar ekki að reyna, sjálf þykir Guðrún hófsöm í allri framgöngu og nú sé komið að henni að bera klæði á vopnin líkt og hún boðaði. Um það kunna orð hennar í ræðustól, eftir að sigur hennar varð ljós, að gefa fyrirheit.

Þar þakkaði hún Áslaugu Örnu fyrir drengilega og kraftmikla baráttu og sagði ómetanlegt að eiga einbeittan bandamann eins og hana í pólitík.“

„Því við stöndum saman í dag, saman á morgun, því framtíð Sjálfstæðisflokksins byggist á þessari samstöðu,“ sagði Guðrún.

Það er tröllvaxið verkefni að sameina gengin tvö. Hvort Guðrúnu takist það er óljóst. Margir stuðningsmenn Áslaugar Örnu hafa talað opinskátt um að boðið verði fram til formanns á næsta Landsfundi XD.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: