- Advertisement -

Guðrún gagnrýnir Bjarna Ben harðlega

Ríkisútgjöld hafa þanist út í langan tíma og einhverra hluta vegna virðist það vera stjórnlaust. Það nást engin bönd utan um það. Þar fyrst og síðast liggur ábyrgð stjórnvalda.

Guðrún Hafsteinsdóttir.

„Við sjáum það í mörgum tölum að við höfum átt heimsmet í sölu á húsvögnum, utanlandsferðum og svo mætti lengi telja. Við verðum einhvern veginn sem þjóð að ná utan um eyðsluna. Ríkissjóður þarf líka að ná utan um eyðsluna sína fyrst og síðast. Ríkisútgjöld hafa þanist út í langan tíma og einhverra hluta vegna virðist það vera stjórnlaust. Það nást engin bönd utan um það. Þar fyrst og síðast liggur ábyrgð stjórnvalda.“

Þetta segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags og viðskiptanefndar Alþingis, í kjölfar þess að verðbólgan hækkar enn.

Vísitala neysluverðs hækkar um 1,39% og árstaktur verðbólgunnar er kominn í 10,2%, úr 9,8% í janúar. Ef ekki væri fyrir hjaðnandi fasteignamarkað hefði vísitalan hækkað um ríflega 1,8% milli mánaða.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við hljótum að þurfa að bjarga einstaklingum og heimilum…

„Við hljótum að þurfa að bjarga einstaklingum og heimilum frá því líka að lenda hér í alvarlegum hörmungum. Stjórnvöld geta komið inn með margvíslegum hætti með stuðningsaðgerðum, sérstaklega til tekjulægstu hópanna.“

Þetta er bein tilvitnun í frétt í Mogganum. Höldum áfram:

„Segir Guðrún að ríkisvaldið hafi sýnt það í verki í kórónuveirufaraldrinum að það hafi verið reiðubúið til að taka undir með fyrirtækjum sem urðu fyrir alvarlegu höggi vegna efnahagsaðstæðna. Slíkt hljóti að gilda um heimilin og fólkið í landinu líka.

Hún viðurkennir hins vegar að viðfangsefnið sé ekki einfalt, ef grípa þurfi undir hjá heimilum sem ráði ekki við hækkandi verðlag og vaxtastig. Ríkissjóður þurfi að gæta að útgjaldahlið ríkisfjármálanna sem geti kynt undir verðbólgunni. Samfélagið þurfi allt að axla ábyrgð og vinna gegn þessari þróun.“

Svo er að sjá hvort Guðrún verði ráðherra í næsta mánuði sem hefst á morgun.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: