- Advertisement -

Hættuástand á Landspítalanum

- staðan aldrei verið verri á bráðadeildum. Öryggi sjúklinga er ekki tryggt. Landlækni og velferðarráðuneyti gert viðvart.

„Það er afar mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að þegar svona er komið á aðalsjúkrahúsi landsins, sem hefur á að skipa mestu og bestu þekkingunni í heilbrigðisvísindum í landinu.“

„Enn þyngist róðurinn hjá okkur á spítalanum og hefur þessi vika sem nú er að líða verið okkur afar þung í skauti. Á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum er gert ráð fyrir að nýting sjúkrarýma sé um 85%, enda mikilvægt að borð sé fyrir báru í viðkvæmum rekstri. Við höfum undanfarin misseri oftast verið í ríflega 100% nýtingu á bráðalegudeildum okkar og nú í vikunni keyrði um þverbak þegar rúmanýtingin náði 117%!“

Þetta eru óbreytt orð Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans.

„Við aðstæður sem þessar er augljóst að öryggi sjúklinga er ekki tryggt og því var Embætti landlæknis gert grein fyrir stöðunni sem og velferðarráðuneytinu. Landlæknir ásamt starfsfólki heimsótti bráðamóttökuna í Fossvogi og tilteknar bráðalegudeildir.  Ég geri ráð fyrir athugasemdum og ábendingum innan tíðar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

En hvað er til ráða?

„Við vinnum sífellt að endurbótum vinnuferla okkar til að auka skilvirkni en það starf getur aðeins skilað takmörkuðum árangri þegar vandinn byggir að stórum hluta á vanda kerfisins utan hans. Þar vísa ég auðvitað til vel þekkts vanda í uppbyggingu þjónustu við aldraða og aðra sem ekki geta búið heima án stuðnings og þarf ekki að rekja það frekar hér. Það er afar mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að þegar svona er komið á aðalsjúkrahúsi landsins, sem hefur á að skipa mestu og bestu þekkingunni í heilbrigðisvísindum í landinu, er ekki verið að nýta þá miklu krafta og fjárfestingu sem hjá spítalanum liggur með réttum hætti. Þjónusta við þá sem á sjúkrahúsið leita er lakari en við viljum fyrir vikið. Á Landspítala er afar hæft starfsfólk, í heimsklassa vil ég leyfa mér að halda fram, sem vill ekkert frekar en að nýta krafta sína til fulls í þau verkefni sem þeim eru ætluð.“

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: