- Advertisement -

Hafa fengið að vaða um sjóði launafólks

„Ég held að það blasi við að það sé síður en svo eðlilegasti hlutur í heimi, að eftirlaunasjóðir launafólks verði notaðir til að kasta „líflínu til bjargar“ Icelandair,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson á Akranesi.

„Ef stjórnvöld telja flugfélagið það kerfislega mikilvægt fyrir þjóðarbúið, þá er ekkert annað að gera en að ríkið yfirtaki Icelandair og tryggi rekstur þess.

Allavega tel ég það alls ekki sjálfgefið að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins sem hafa oft á tíðum fengið að vaða um sjóði launafólks með það að markmiði að fjárfesta í glórulausum fjárfestingum tengdum atvinnulífinu, stýri því hvort lagðir verði allt að 30 milljarðar til bjargar flugfélaginu.

Ég ítreka það að ég tel aðkoma lífeyrissjóðanna alls ekki sjálfgefna, nema síður sé.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: