- Advertisement -

Halldór Benjamín er í stríðsham og kallar saminganefnd Eflingar „halarófu“

Vinnumarkaður. „…við verðum að fagna því að öll hala­rófan sé mætt til fundar í dag,“ sagði Halldór Benjamín við Fréttablaðið í Karphúsinu rétt áðan. Sá ástæðu til að uppnefna samninganefnd Eflingar.

„Trúnaður Sam­taka at­vinnu­lífsins liggur hjá við­semj­endum okkar sem eru um 90 prósent af öllum laun­þegum í landinu. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að við munum ekki hvika frá þeirra línu,“ segir Hall­dór Benja­mín og að með því væru þau að bregðast trausti þeirra sem þau hafa þegar samið við. Heimild frettabladid.is.

„Við erum hér að semja fyrir tuttugu þúsund manns á höfuð­borgar­svæðinu sem að hefur nú sýnt það með sann­færandi hætti að þau eru til í að leggja ansi mikið á sig til þess að fá á­sættan­legan kjara­samning. Hvort að ör­fáir menn séu svo for­hertir að þeir ætli þrátt fyrir allt sem gengið hefur á ekki að mæta okkur við samninga­borðið þá kemur það í ljós í dag,“ segir Sól­veig Anna sem sagðist mætt á fundinn til að eiga langan og góðan fund. Heimild frettabladid.is.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: