- Advertisement -

Hamfarirnar eru einnig afleiðingar yfirnáttúrlegrar heimsku stjórnvalda

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Ættum við ekki að þjóðnýta Rarik, í merkinguna að gera það aftur að opinberri stofnun sem ætlað er að sinna samfélagslegu hlutverki sínu og hætta að reka hana eins og væri hún fyrirtæki. Hverjum datt þessi vitleysa í hug? Rarik heyrir ekki undir iðnaðarráðuneytið eins og á uppbyggingaárunum, er ekki litið á það sem hluta af raforkukerfinu, sem þjóna á fólki og fyrirtækjum. Rarik heyrir undir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson af öllum mönnum, sem heldur á eina hlutabréfinu og telur að þetta sé stofnun sem á að skila sem mestum arði í ríkissjóð á kostnað öryggis landsmanna.

Til að auka arð hefur verið dregið úr uppbyggingu og fólki í héraði sagt upp svo stofnunin rétt ræður við rekstur í góðu veðri. Hörmungarnar sem ganga yfir fólk á Norðurlandi eru ekki náttúruhamfarir nema að hluta, þær eru afleiðingar yfirnáttúrlegrar heimsku stjórnvalda, sem hafa fyrirtækja-, samkeppnis- og einkavætt raforkukerfið, m.a. að kröfu ESB. Ef við ætlum að læra eitthvað af raunum fólksins fyrir norðan þá er það að skrúfa ofan af þessari vitleysu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: