- Advertisement -

Haraldur verði dreginn fyrir dóm

„Það þarf engum að koma á óvart að þeir sem hugsanlega lækka í launum og missa réttindi, sem að þeim hefur verið gaukað, séu ósáttir við hugmyndir Sigríðar um að vinda ofan kjörum þeirra,“ skrifar Guðni Ölversson.

„Örugglega mjög erfið ákvörðun fyrir núverandi ríkislögreglustjóra að taka. Það sem mér finnst þó furðulegt við þetta mál er að fyrrverandi ríkislögreglustjóri þurfi ekki að axla ábyrgð heimsku sinnar. Hann stjórnaði embættinu eins og hann ætti það sjálfur. „Ég á þetta. Ég má þetta“, var mottóið hans. Auðvitað á að draga hann fyrir dómstóla fyrir embættisafglöp. Hann á að sjálfsögðu að greiða ríkinu skaðabætur fyrir afglöpin. Held reyndar að þetta hafi ekki verið afglöp heldur einbeittur vilji til að slá sig til riddara á kostnað skattgreiðenda. Það kostaði ríkið 56,7 milljónir að koma honum úr embætti. Þeim milljónum hefði betur verið varið í eitthvað annað en gjöf til Haraldar Johannessen.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: