Þinn flokkur er í forsætisráðuneytinu. Er Samfylkingin þá ekki vinstri flokkur?
Sigurjón Magnús þáttastjórnandi.
Oddný Harðardóttir, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, var gestur við Rauða borðið á miðvikudagskvöldið. Þar voru einnig Álfheiður Ingadóttir og Kristín Ástgeirsdóttir. Sem allar hafa verið kjörnar til alþingis.
Í samtalinu var rætt um bága stöðu vinstri flokka. Oddný sagði þar:
„Það sem er með þessa ríkisstjórn og allt þingið, að það er hægri slagsíða. Það vantar aðhald frá vinstri. Þess vegna er mikilvægt að vinstrimenn sem standa utan þingsins er að þeir nái í gegn fyrir utan þinghúsið með sín hjartans mál og komi þeim áleiðis til ráðamanna. Ég hef séð það takast en það verður að vinna í því. Vinstrisinnað fólk veðrur að koma sínum málum áfram við þessar aðstæður.“
Þinn flokkur er í forsætisráðuneytinu. Er Samfylkingin þá ekki vinstri flokkur?
„Samfylkingin er breiðfylking. Ég lít á mig sem vinstra megin í þeim flokki. Það vantar upp á að þau mái séu sett framar á dagskrá,“ sagði Oddný G. Harðardóttir.