- Advertisement -

Hér lifir fjölmennur hópur sem veit ekki aura sinna tal

Sólveig Anna Jónsdóttir:

Í Morgunblaðinu í dag segist forsætisráðherra vilja að gerðir verði langtímasamningar í anda Lífskjarasamninganna. En samt tók hún þátt í aðför ríkissáttasemjara, SA og annara aðila að sjálfstæðum samningsrétt Eflingar sem að einmitt vildi gera slíka samninga.

Þeir kjarasamningar sem að gerðir voru við SA fyrir áramót voru þannig að þeir færðu betur settu fólki verulega hærri hækkanir en fólki með lág laun. Þeir voru andstaða Lífskjarasamningsins. Aftur á móti fór Efling fram á það í kröfugerð sinni að byggt yrði á forsendum og árangri Lífskjarasamningsins og að samið yrði um krónutöluhækkanir. Þær væru þess eðlis að tryggja kaupmátt hinna efnahagslega verst settu og innu jafnframt gegn óþörfu og óréttlátu launaskriði hjá meðlimum efri stétta. Í kröfugerð okkar vísuðum við í opinbera kjaratölfræði sem að sýnir fram á að í kjölfar Lífskjarasamningsins hækkaði kaupmáttur lægstu launa mest. Við vildum semsagt réttlátan samning sem að hefði jöfnunar-áhrif, og gæti jafnframt unnið gegn verðbólgu með því að auka ekki enn á kaupmátt þeirra sem að þegar lifa í vellystingum og kynda verðbólgubálið stöðugt með ofur-neyslu sinni. En Eflingu var einfaldlega ekki hleypt að samningaborðinu. Stéttaandúð og láglaunakvenna-kvenfyrirlitning viðsemjenda og ríkissáttasemjara (og annara) gerði það að verkum að ákveðið var að svipta Eflingu sínum sjálfstæða samningsrétt. Þrátt fyrir að Efling hafi sýnt og sannað að hún gerir góða kjarasamninga sem að hafa uppbyggileg áhrif á samfélagið. Það má einfaldlega alls ekki leyfa ómenntuðum kellingum og útlendingum að ná svoleiðis árangri of oft.

Ástæðan fyrir því að ekki gengur að takast á við verðbólguna er ekki síst þessi: Hér lifir fjölmennur hópur við svo góðar aðstæður að meðlimir hans bókstaflega vita ekki aura sinna tal. Fleiri en ein fasteign, útlandaferðir mörgum sinnum á ári, margir bílar á heimili, endalausar ráðstöfunartekjur til að kaupa allt sem hægt er að kaupa og svo mætti áfram telja; lúxus-líf þeirra sem að höfðu það gríðarlega gott fyrir Covid, gátu safnað peningum í faraldurinum sem þau eyða nú í enn frekari neyslu, þurfa ekki að hafa áhyggjur af húsnæðiskostnaði og fengu svo í verðlaun fyrir að hafa góðar tekjur hærri hækkanir en þau sem að geta ekki náð endum saman og lifa við viðvarandi fjárhagsáhyggjur. Ekkert má gera til að draga úr kaupmætti þessa hóps. Það má ekki nota „svigrúm“ atvinnurekenda til að bæta líf láglaunafólks. Það má ekki setja á leiguþak eða bremsu til að takmarka möguleika eigna-stéttarinnar til að hagnast á eignalausu fólki. Það má ekki hækka skatta á auðstéttina til að fjármagna jöfnunar-aðgerðir, til að fjármagna eitthvað sem að hægt væri að kalla raunverulegt velferðarkerfi.

Þannig virkar stéttastríðið gegn verka og láglaunafólki.

„Það er rétt að það fylgir því töluverður kostnaður fyrir allt samfélagið að þurfa að beita peningastefnunni með svona hörðum hætti,“ segir Seðlabankastjóri. En það er rangt. Aðgerðum Seðlabankans fylgir skelfilegur kostnaður fyrir verka og láglaunafólk. En auðvaldið ber engan kostnað. Í Morgunblaðinu í dag segist forsætisráðherra vilja að gerðir verði langtímasamningar í anda Lífskjarasamninganna. En samt tók hún þátt í aðför ríkissáttasemjara, SA og annara aðila að sjálfstæðum samningsrétt Eflingar sem að einmitt vildi gera slíka samninga.

Fólkið í Speglasalnum veit sjálft ekki lengur hvað snýr upp og hvað niður. Enda þurfa þau aldrei að upplifa afleiðingar efnahagslegra ákvarðanna sinna. Þau halda einfaldlega áfram að lifa í vellystingum, sama hvað. Á meðan versna lífkjör Eflingarfólks. Vinnuaflið er látið axla alla ábyrgð. Þannig virkar stéttastríðið gegn verka og láglaunafólki. Það er ógeðslegt að þurfa að upplifa það.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: