- Advertisement -

Hið staurblanka Ísland

Þroskahömluð ungmenni einangruð. Kvalið fólk kemst ekki í aðgerðir. Allt vegna þess að peningarnir ráða, eru ekki til eða þeir fást ekki.

Nýverið var frétt á forsíðu Moggans þar sem fjármálaráðherra hældi sér stórt vegna lægri skulda ríkissjóðs en lengi áður. Í dag eru tvær fréttir á forsíðu sama blaðs. Þær segja allt aðra sögu en sú þar sem Bjarni Benediktsson hældist af eigin frammistöðu, sem er ekki hans, þegar á allt er litið.

„Um 100 þroskahömluð ungmenni komast hvorki í nám né vinnu að lokinni útskrift af starfsbraut og margir foreldrar eru útbrunnir að sögn formanns Þroskahjálpar, Bryndísar Snæbjörnsdóttur, sem segir að nú sé mælirinn fullur og ungmennin og foreldrar þeirra hafi fengið nóg af úrræðaleysinu. Hún segir þroskahamlaða sem geti verið einir heima á daginn einangrast og hætta sé á að þeir taki upp óæskilega hegðun.“

Þetta er önnur hlið af sama samfélagi og Bjarni fagnaði fyrir fáum dögum.

Þegar upp er staðið virðist sem Íslendingar séu svo illa blankir að þeir ráða mep engum hætti við að lina þjáningar veikra, bara vegna þess að ekki eru til peningar. Svo segir hið minnsta heilbrigðisráðherran. „Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fjármagn ekki vera fyrir hendi til þess að gera samninga um þjónustu við Klíníkina eða önnur einkarekin heilbrigðisfyrirtæki.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þarna er ekki verið að tala um pólitík, til dæmis tvöfalt heilbrigðiskerfi eða neina pólitík. Svandís talar bara um peninga. Í Mogganum segir hún einnig:

„…er staðan óásættanleg eins og hún er, í fyrsta lagi að biðtíminn er enn of langur og að mínu mati því hann er eiginlega tvískiptur. Annars vegar er það biðtíminn eftir því að maður komist til bæklunarlæknis yfir höfuð og síðan hinn eiginlegi biðtími á biðlistanum. Það er óeðlilegt að fólk sem er mjög mikið kvalið sé að bíða í fjóra til sex mánuði eftir því að fá samtal við sérfræðing til þess að láta meta sig síðan í aðgerð.“

Það er staðeynd að ráðherra í ríkisstjórninni segir þetta. Hún er í raun að segja að vegna peningaleysis sé allt í kaldakoli.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: