- Advertisement -

Himinhrópandi hræsni íslenskra stjórnmála

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar: Eitt grenitré, sem lifir í hundrað ár og nær að verða átján metrar á hæð, bindur um 350 kíló af hreinu kolefni alla sína ævi. Það er álíka mikið og losnar við að flytja 20 kindarskrokka með flugi til Kína og þá er ekki búið að gera ráð fyrir kælibúnaði. Á sama tíma erum við að stæra okkur af róttækum aðgerðum í loftslagsmálum.
Núna þegar ríkisrekin sauðkindin er komin í útrás til Kína er mál að linni. Hún er svona álíka sannfærandi sendiherra hreinleikans og Gunnar Bragi í jafnréttinu.
Hvort tveggja er til marks um himinhrópandi hræsni íslenskra stjórnmála.

Skrifin hafa verið uppfærð þar sem þau voru sögð annars en höfundar. Beðið er velvirðingar á mistökunum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: