- Advertisement -

Hin betur settu stjórna umræðunni

Grey meirihlutinn í borginni.

Gunnar Smári skrifar:

Úr könnun Gallup um stuðning við verkfallsaðgerðir Eflingar. Afgerandi stuðningur við aðgerðirnar hjá fjölskyldum með minna en milljón í tekjur en nánast jafntefli á þeim sem hafa meiri tekjur. Þetta sýnir ágætlega hvaða væntingar fólk með lág laun og lægri meðaltekjur hefur til harðari stéttabaráttu.

Og líka fyrir hvaða hópi fréttir og umræðuþættir eru, en það var áberandi í verkfallinu hversu gagnrýnendur Eflingar fengu þar mikið pláss og fólkið sem var í verkfalli lítið. Þau sem hafa dagskrárvaldið voru að endurspegla sína upplifun af samfélaginu, sem er fyrst og síðast lituð af afstöðu hinna betur settu.

Þjóð er klofin. Hin betur settu stjórna umræðunni en hin lakar settu eru risin upp, láta ekki umræðu hinna betur settu afvegaleiða sig. Grey meirihlutinn í borginni hélt að hann væri að vinna áróðursstríð gegn láglaunafólkinu, speglandi aðgerðir sínar aðeins meðal hinna allra best settu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: