- Advertisement -

Hin valdalausu

Á undra skömmum tíma hefur allt breyst. Framsókn var örugg í ríkisstjórn og það sláttur á Framsókn. Borgarstjórinn var þeirra. Einstaklega sterk staða.

Skyndilega fór allt af stað. Kannski á versta tíma fyrir Framsókn. Bjarni sleit ríkissttjórninni. Svo kosið var á ný. Þar fer fékk Framsókn einn á nebbann. Aðeins fimm þingmenn. Það stór sá á Framsókn. Ein var huggunin. Framsókn hafði borgarstjórann. Sem var alveg nýtt hjá þeim.

Nánast eins og upp úr dauðs manns hljóði tilkynnti Einar borgarstjóri að hann væri að sprengja sprengju og sagði Framsókn úr meirihlutanum. Hvað gekk manninum til? Jú, ef marka má mann og annan ætlaði Einar að einhenda sér yfir til Sjálfstæðisflokksins, sem er eða var hans flokkur. Fá tvo borgarfulltrúa með í leikinn. Viðreisn og Flokk fólksins. Fara frá vinstri til hægri.

Sverðið færðist til í höndum Einars. Þetta reyndist vera hið versta pólitísk „harakiri“. Þau vinstra megin voru sneggri til og hafa myndað nýjan meirihluta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eftir sitja Einar, hinir borgarfulltrúar Framsóknar, Sigurður Ingi formaður og fleiri í Framsókn valdalaus með öllu. Við hin höfum orðið vitni að einu versta klúðri í íslenskri pólitík.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: