- Advertisement -

Í hörðu stríði gegn oflækningum

„Samantekið benda þessar niðurstöður til þess að tíðni þessara fjögurra aðgerða, ristilspeglana, liðspeglana á hné, rörísetninga í miðeyru barna og hálskirtlataka, sé mun hærri hér á landi en í nágrannalöndunum.“

„Samantekið benda þessar niðurstöður til þess að tíðni þessara fjögurra aðgerða, ristilspeglana, liðspeglana á hné, rörísetninga í miðeyru barna og hálskirtlataka, sé mun hærri hér á landi en í nágrannalöndunum.“

Birgir Jakobsson, fyrrverandi landlæknir og nú aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, skrifar langa grein í Moggann í dag þar sem hann kemur ráðherranum til varnar og skýrir stöðuna betur en Svandísi hefur auðnast að gera.

„Embætti landlæknis gerði könnun um tíðni aðgerða á einkastofum og fann greinilegar ábendingar um oflækningar,“ skrifar Birgir, án þess að segja frá helstu niðurstöðum könnunarinnar.

Miðjan fjallaði um skýrsluna og niðurstöður hennar í september í fyrra. Í fréttinni segir t.d.: „Samantekið benda þessar niðurstöður til þess að tíðni þessara fjögurra aðgerða, ristilspeglana, liðspeglana á hné, rörísetninga í miðeyru barna og hálskirtlataka, sé mun hærri hér á landi en í nágrannalöndunum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þarna er verið að tala um oflækningar. Að læknar geri aðgerðir á sjúklingum án þess að aðgerðanna sé þörf, þar sem þær færi læknum miklar tekjur.

Hvetjandi kerfi

Í greininni í morgun, skrifar Birgir þetta: „Í skýrslu McKinsey frá 2016 segir að á síðustu árum hafi orðið veruleg aukning í starfsemi stofulækna og starfsemi að sama skapi flust út af Landspítala óháð því hvort tillit hafi verið tekið til þess að starfsemin væri betur komin inni á spítalanum. McKinsey bendir enn fremur á að greiðslukerfi stofulækna hvetji til einfaldra heimsókna á kostnað flóknari og tímafrekari sjúklinga.“

„Embætti landlæknis hefur ekki reynt að meta kostnað við þessar aðgerðir en ætla má að hann skipti hundruðum milljóna.“

Verst fyrir fátæka

Birgir skrifar: „Þá hefur Ríkisendurskoðun bent á það að fjármunir hafi flust úr opinberu heilbrigðisþjónustunni inn í stofurekstur sérgreinalækna sl. áratug. Allt hefur þetta gert það að verkum að sjúklingar með alvarlega sjúkdóma og fjölþætt heilbrigðisvandamál og þeir sem hafa verst lífskjörin, sjúklingar sem þurfa aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, fá nú verri þjónustu og reka sig á fleiri veggi áður en þeir fá lausn sinna mála.“

Kostar hundruð milljóna

„Embætti landlæknis hefur ekki reynt að meta kostnað við þessar aðgerðir en ætla má að hann skipti hundruðum milljóna. Á sama tíma benda biðlistar hér á landi til þess að hér sé gert of lítið af aðgerðum eins og liðskiptum í mjöðmum og hnjám og e.t.v öðrum aðgerðum sem fyrst og fremst eru gerðar á opinberum stofnunum,“ segir í hinni ársgömlu frétt Miðjunnar, þar sem vitnað er til könnunar landlæknis.

Þessu verður breytt

„Nú stendur til að breyta þessu,“ skrifar Birgir í morgun. „Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á styrkingu opinbera heilbrigðiskerfisins, heilsugæsluna um allt land sem fyrsta viðkomustað sjúklinga með breiðri aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, og að auka aðgengi að sérgreinalæknum fyrir alla landsmenn með því að styrkja göngudeildarstarfsemi sjúkrahúsanna, ekki síst Landspítala, þar sem auðveldara er að koma við teymisvinnu fleiri fagstétta.“

„Flestir íslenskir læknar eru í sérnámi á háskólasjúkrahúsum erlendis og koma því aðeins heim að þeim sé boðin sambærileg starfsaðstaða hér á landi.“

Mikill munur

Í fyrra mátti lesa þetta um málið: „Sérstaklega er þetta umhugsunarvert þar sem raunútgjöld ríkisins til einkarekinnar þjónustu hafa aukist um 40% frá árinu 2010 meðan þau hafa dregist saman til opinberrar þjónustu um 10% samkvæmt nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar.“

Sérfræðingar á sjúkrahúsin

„Til þess að koma þessu til leiðar þarf fleiri sérgreinalækna inn á sjúkrahúsin enda er það ein af niðurstöðum McKinsey að Landspítalinn sé mun verr mannaður af reyndum sérfræðingum en sambærileg sjúkrahús annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er ekki hægt að gera á meðan sérgreinalæknar fá bæði betur greitt og einfaldari sjúklinga þegar þeir starfa á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands,“ skrifar Birgir í grein morgunsins.

Læknar á heimleið

„Það er enginn að tala um að afnema stofulækna. En það þarf að gera þjónustu þeirra markvissari svo kunnátta sérgreinalækna sé notuð á réttan hátt. Útboðsleið, sem hefur verið viðruð sem hugmynd af ýmsum aðilum, er ein þeirra leiða sem eru til skoðunar í ráðuneytinu. Það er misskilningur að skapa þurfi tækifæri fyrir íslenska heilbrigðisstarfsmenn í námi erlendis með því að bjóða þeim starf á stofu. Flestir íslenskir læknar eru í sérnámi á háskólasjúkrahúsum erlendis og koma því aðeins heim að þeim sé boðin sambærileg starfsaðstaða hér á landi,“ skrifar Birgir Jakobsson.

Blómlegt sjálftökukerfi sérfræðinga

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: