- Advertisement -

Höskuldur bannaði spurningar

Stjórnmál Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, bannaði, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ, spurningar þegar fulltrúar ASÍ og SA voru kvaddir á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í fyrrakvöld, þar sem rætt var um lagasetningu á boðað verkfall flugvirkja.

„Formaður nefndarinnar, Höskuldur Þórhallsson, bannaði nefndarmönnum að spyrja gestina spurninga,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Gylfi gagnrýnir þessi vinnubrögð harðlega og spyr hvers vegna fulltrúar atvinnulífsins hafi verið kvaddir á fundinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: