- Advertisement -

Hugsa útgefendum þegjandi þörfina

Marinó G. Njálsson.

Marinó G. Njálsson skrifar: „Ég er í sérkennilegri stöðu. Sl. vetur hafði ég samband við nokkra bókaútgefendur vegna bókar sem ég var þá tilbúinn með um undanfara hrunsins. Þeir sem höfðu fyrir því að svara mér sögðu mér beint út, að það væri enginn áhugi lengur á Íslandi fyrir hrunbókum. Þess vegna ákvað ég að fara í að gefa bókina út sjálfur og nota Amazon. Kannski voru þetta mistök, en mínar upplýsingar voru að það kostaði um 1 – 1,5 m.kr. að gefa bókina út sjálfur á Íslandi fyrir utan að þar sem ég var í Danmörku á þeim tíma, hefði dreifing á bókinni verið erfið og einnig öll samningsgerð við söluaðila.

Bókin, Á asnaeyrum, kom út og búin að vera til sölu á Amazon án þess að njóta mikillar athygli.

Um daginn kom hins vegar út sambærileg bók, Kaupthinking, þó efnistök séu að einhverju leyti önnur. Undirtektir við henni sýna, að bókaútgefendurnir sem ég hafði samband við (og höfðu fyrir að svara) mátu stöðuna rangt. Það er bara talsverður áhugi fyrir hrunbókum. Um leið og ég óska Þórði Snæ til hamingju með árangurinn, þá hugsa ég þessum útgefendum þegjandi þörfina.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: