
Sigurjón Magnús:
Kannski verður Lilja Alfreðsdóttir næsti formaðurinn. Eðlilegt er að draga það í efa þar sem hún er ekki á Alþingi.
Fylgishrun Framsóknar fellur við hverja mælingu. Í nýjasta Þjóðarpúlsi mælist hinn forni Framsóknarflokkur með einungis fimm og hálft prósentustig. Sem er ömurlegt fyrir flokk sem áður fyrr var límið í íslenskum stjórnmálum. Var í ríkisstjórnum til vinstri og til hægri. Skipti um ham þegar þurfti.
Einkum er það Sigurður Ingi sem ber ábyrgð á hvernig komið er fyrir flokknum. Hann er jú formaðurinn. Auðvelt er að sjá hvað formanninn langar að gera. Það er að skila flokknum af sér í betra standi en hann er núna. Satt best að segja er ómögulegt að sjá hver gæti tekið við af Sigurði Inga.
Kannski verður Lilja Alfreðsdóttir næsti formaðurinn. Eðlilegt er að draga það í efa þar sem hún er ekki á Alþingi.
Flokkarnir þrír sem eru undir fimm prósentamarkinu, Píratar, VG og Sósílistaflokkurinn eru fjarri því að fá þingmann kjörinn, eins og staðan er nú. VG nýtur nú ögn meira fylgis en hinir tveir.
Ekki er hægt að fjalla um fylgi flokka án þess að nefna Samfylkinguna. Sem stendur, hið minnsta, er Samfylkingin með umtalsvert fylgi fram yfir aðra flokka, er með 30,7 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,7 prósentustig.