- Advertisement -

Hvar væri Mogginn án minningargreina

Óábyrg verka­lýðsheyf­ing get­ur knúið fram þá launa­hækk­un sem mesta æs­ing­ar­fólkið á þeim stað kall­ar eft­ir.

Leiðari Moggans í dag
Davíð Oddsson verður 75 ára eftir viku. Ætli honum þyki ekki tímabært að hætta sem ritstjóri?

Fjórðungur Moggans í dag fer undir minningargreinar og dánartilkynningar. Eftir rétta viku verður Davíð Oddsson 75 ára. Trúlega hættir hann þá sem ritstjóri. Honum er mjög heitt í hamsi þessa dagana:

„Óábyrg verka­lýðsheyf­ing get­ur knúið fram þá launa­hækk­un sem mesta æs­ing­ar­fólkið á þeim stað kall­ar eft­ir. Fyr­ir­tæk­in hafa þá flest ekki aðeins þá leið að þrengja að starf­semi sinni, sem þýðir inn­an skamms hrun fjölda fyr­ir­tækja. Lang­víðast er fag­fólk við hlið for­ystu­sveita verka­lýðsfor­ingja, sem þarf ekki að treysta á út­reikn­inga launa­greiðanda. Og í for­ystu­sveit­un­um sitja glúrn­ir og þrautreynd­ir menn sem þekkja þyng­arafl til­ver­unn­ar,“ skrifar hann í leiðara dagsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Skoðum betur: „Fjöl­miðlarn­ir ís­lensku sáu Blaðamanna­fé­lagið fara út í foraðið í síðustu kjara­samn­ing­um. Það fé­lag hef­ur bæði blaðamenn á frjáls­um markaði og hins veg­ar rík­is­starfs­menn, sem afls­má­ir stjórn­mála­menn moka fjár­mun­um í út fyr­ir öll mörk. Árvak­ur varaði við því að héldu verk­falls­menn kröf­um til streitu myndi starfs­mönn­um fé­lags­ins fækka hratt sem væri þvert á vilja og hags­muni fé­lags­ins. Á þetta var ekki hlustað og fækk­un­in gekk eft­ir. Fækk­un starfs­manna, sem Árvak­ur mátti ekki missa, gekk eft­ir,“ segir í leiðaranum. Þá er gott að hafa fjórðung af blaðinu í ókeypus minningargreinum.

Fundið er að stöðu Fréttablaðsins:

„Við blas­ir hvernig komið er fyr­ir Frétta­blaðinu. Ekki verður bet­ur séð en eig­andi þess hafi tapað um tveim­ur millj­örðum króna á fá­ein­um árum. Það ger­ir eng­inn að gamni sínu. Í bar­áttu upp á líf og dauða er dregið úr út­breiðslu blaðsins um 90% og sagt við aug­lý­send­ur að sú breyt­ing tryggi óbreytt­an lest­ur! Gefn­ar aug­lýs­ing­ar eru dýr fals­mynd. Það geng­ur stutt. Síðustu kjara­samn­ing­ar höfðu áhrif á hvernig komið er fyr­ir Frétta­blaðinu.“

Útgefendur Moggans hafa svo sem ekki efnast mikið á útgáfunni. Taprekstur hefur verið stöðugur frá komu Davíðs í stól ritstjóra. Sennilega á hann bara viku eftir þar.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: