- Advertisement -

Hvenær fær borgin íbúðirnar?

Stjórnmál Reykjavíkurborg keypti, sem kunnugt er, 47 íbúðir af Íbúðalánasjóði.

Framsóknarmenn, í borgarstjórn, vilja vita hversu margar íbúðanna eru þegar lausar til afnota.

„Þá er óskað eftir upplýsingum um það hve margir af núverandi leigjendum íbúðanna fá greiddar sérstakar húsaleigubætur, hvort einhver þeirra sé á biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Félagsbústöðum og þá hvort viðkomandi sé metinn í brýnni þörf eða ekki og hvort Félagsbústöðum sé kunnugt um að einhverjir þessara leigjenda, ef þeir eru ekki nú þegar á biðlista, eigi rétt á að fá leiguíbúð hjá Félagsbústöðum eftir að leigutíma lýkur,“ segir í bókun sem var lögð fram á borgarráðsfundi í gær.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: