- Advertisement -

Hvergi minni hagvöxtur á mann en hér

Þorgerðir Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, skrifar í Mogga dagsins:

„Viðreisn hef­ur lengi kallað eft­ir auknu aðhaldi í rík­is­fjár­mál­um, betri rekstri og nýt­ingu fjár­muna. Löngu fyr­ir kór­ónufar­ald­ur­inn vöruðum við við linnu­lausri út­gjaldaþenslu rík­is­sjóðs enda rík­is­fjár­mál­in þá orðin ósjálf­bær. En í stað þess að stíga á brems­urn­ar var gefið í af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Verðbólg­an og gríðar­há­ir vext­ir sem heim­il­in glíma nú við af mikl­um þunga er ein birt­ing­ar­mynd þessa aga­leys­is rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Önnur birt­ing­ar­mynd er að kaup­mátt­ur ráðstöf­un­ar­tekna hef­ur rýrnað og hag­vöxt­ur á mann er minnst­ur á Evr­ópu­svæðinu. Þar rek­um við lest­ina. Áralang­ur fjár­laga­halli, sem verður næstu rík­is­stjórn­ar að leysa, er síðan enn ein birt­ing­ar­mynd­in.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvað kem­ur til?

Síðar í greininni segir: „Þegar kem­ur að skatt­heimtu erum við Íslend­ing­ar á toppn­um með vinaþjóðum okk­ar á Norður­lönd­um. Hér verður nóg að vera nóg. Við hljót­um að geta for­gangsraðað inn­an þessa rúma skatt­aramma. Það er hins veg­ar áhuga­vert að mik­il fram­lög Norður­landaþjóða til her­kostnaðar og varn­ar­mála koma ekki í veg fyr­ir að þær fjár­festi meira í heil­brigðis­kerf­inu en við Íslend­ing­ar. Hvað kem­ur til? Er meiri metnaður þar en hér þegar kem­ur að heil­brigðismál­um? Ég held ekki enda all­ir ís­lensk­ir stjórn­mála­flokk­ar sam­mála um að byggja upp öfl­ugt heil­brigðis­kerfi fyr­ir okk­ur öll. Það er eng­in ný­lunda eða ný vís­indi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: