- Advertisement -

Hvernig kemst Bjarni upp með að rugla bara og rugla endalaust

Lovísa Eiríksdóttir doktorsnemi í hagfræði við Uppsalaháskóla í Svíþjóð skrifar hér um mál Þorvaldar Gylfasonar prófessors og framgöngu Bjarna Ben.

Þetta er ótrúlegt. Í fyrsta lagi veit ráðherra ekki muninn á akademísku starfi og ráðgjafastarfi „Ég né nokkur önnur ríkisstjórn hefur beðið Þorvald Gylfason um ráð við stefnumótun“.

– Nei, hann er ekki ráðgjafi, hann starfar sem fræðimaður og það þýðir ekki að hann viti ekkert um stefnumótun í fræðilegu samhengi þó svo að hann hafi ekki verið í samstarfi eða ráðgjafi fyrir ríkisstjórnir. Ætti það ekki að vera kostur frekar en hitt, að hann hafi einmitt ekki komið að stefnumótun ríkisins heldur sé fyrst og fremst fræðimaður. Og svo þetta með kynja skýringuna. Kommon Bjarni, að þú vogir þér að misnota þetta svona – þegar hver maður getur séð að tölvupóstarnir fjölluðu bara alls ekkert um það. Mjög ódýrt og geymdu nú það mikilvæga málefni þegar það á við. Í þriðja lagi virðist sem svo að Bjarna þyki ekkert mikilvægt að styðja við fræðilega gagnrýni og samvinnu því að hann segist sko ekkert nenna að halda þessu tímariti uppi ef þetta á að verða eitthvað formlegt ferli. Það er vægast sagt mjög alvarlegt þegar fjármálaráðherra ætlar að fara að leggja niður fræðileg umræðu bara af því að hann nennir því ekki eða hefur enga formlega skyldu til þess að styðja slíkt. Hvernig kemst hann upp með að rugla bara og rugla endalaust.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: