- Advertisement -

Hvers vegna varð Bjarni svo illur?

Helga Vala Helgadóttir skrifaði:

Stutta útgáfan (pínu löng) af því hvers vegna fjármálaráðherra rauk út út þingsal í dag.

1. Stjórnarliðar höfðu við aðra umræðu fjárlaga fellt tillögu okkar um aukið fjármagn til saksóknara og skattrannsóknarstjóra til að hægt væri að tryggja skilvirka rannsókn á Samherjamálinu.

2. Milli annarrar og þriðju umræðu fjárlaga áttum við von á að stjórnarliðar kæmu með sína eigin tillögu að auknu fjármagni til stofnananna, fyrst þau gátu ekki fyrir sitt litla líf stutt okkar, enda höfðu forsætis og fjármálaráðherra lýst því yfir að stofnanirnar fengju fjármagn. Það gerðist hins vegar ekki, okkur til mikillar undrunar. Þriðja umræða (lokaumræða) fjárlaga er á morgun. Þeim verður ekki breytt eftir á. Engin fyrirséð útgjöld mega eiga sér stað án þess að heimild Alþingis sé fyrir því. Til þess eru fjárlög.

Þú gætir haft áhuga á þessum

3. Fjármálaráðherra sagðist ætla að sækja fjármagn í varasjóði. Þegar honum var bent á að lög um opinber fjármál heimili slíkt ekki, enda beri að samþykkja fyrirséð útgjöld næsta árs í fjárlögum þá missti hann stjórn á sér, talaði um tækifærismennsku og að umræðan væri vitlaus.

4. Fjármálaráðherra vill ekki að þingmenn auki við fjárheimildir til stofnananna því hann telur það óeðlilegt inngrip fjárveitingavaldsins í rannsókn á þessum málum. Heldur vill hann sjálfur, einn og sér, skammta þessum mikilvægu stofnunum fjármunum úr varasjóðum í þessa tilteknu rannsókn, þvert á lagaheimild. Skammta, þá miðað við það hvað hann einn metur að sé þörf á.

4. Þegar við bentum á að það væri ekki eðlilegt missti hann aftur stjórn á sér og rauk út úr þingsal en skammaði í leiðinni forseta þings fyrir að hans mati vonda fundarstjórn.
Svo virðist sem það sé eitthvað uppnám í gangi þarna, eitthvað sem fjármálaráðherrann ræður bara alls ekki við. Það eina sem við viljum að sé tryggt er að rannsókn á þessu umsvifamikla máli, sem fylgst er með úti um allan heim, sé boðleg, fullnægjandi og verði okkur ekki til skammar. Ég treysti því miður ekki fjármálaráðherra til að tryggja hagsmuni lands og þjóðar í þeim efnum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: