- Advertisement -

Hvurslags kjánaprik stjórna Íslandi?

Fréttastofa RÚV náði hreint dæmalaust vitlausu viðtali við fjármálaráðherra. Hann var spurður um milljarðsgjöf til bílaleigufyrirtækja til kaupa á rafbílum.

Hver var tilgangurinn?

Það flýtir fyrir orkuskiptum að ríkið styrki bílaleigur til að kaupa rafbíla, að sögn fjármálaráðherra, vegna þess að bílaleigurnar selja svo almenningi bílana. Styrkirnir verði endurskoðaðir að ári.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fréttastofa RÚV spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvers vegna bílaleigur þyrftu þessa niðurgreiðslu frá ríkinu. Svarið hans er bingó.

„Það sem hefur kannski verið að baki þeim stuðningsaðgerðum er það að allir þessir bílar koma síðan inn á notaða bílamarkaðinn,“ segir Bjarni. „Og eftir því sem fleiri bílar sem koma frá bílaleigum til endursölu eru umhverfisvænir, þeim mun hraðar munu orkuskiptin ganga fyrir sig, eins og við sjáum það.“

En eru bílaleigurnar ekki alveg færar um að borga þessa bíla sjálfar?
Já, það er síðan hins vegar annað álitamál, hversu mikil niðurgreiðslan þarf að vera til þess að þessi breyting gerist ört. Kerfisbreytingin sem við ákváðum núna um áramótin er til eins árs og ég held að við ættum að nýta þetta ár til að sjá hvernig til hefur tekist, hvort við erum að ná markmiðum okkar og hversu mikil þörf er fyrir þennan stuðning til lengri tíma – ég er þeirrar skoðunar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: