- Advertisement -

Hyggja berja sveitarfélög til hlýðni

Vilhjálmur Birgisson:

Ég neita að trúa að sveitastjórnarfólk þar sem ekki hefur verið lækkaðar gjaldskrár séu óheiðarlegt fólk sem ekki sé treystandi en það mun koma í ljós á næstu vikum.

Sveitastjórnir Að gefnu tilefni vil ég minna sveitarstjórnarmenn vítt og breitt um landið á yfirlýsingu um stuðning ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga sem undirritaðir voru í mars 2024.

En í þeirri yfirlýsingu er skýrt kveðið á um að sveitarfélögin lýsa yfir vilja til að hækka ekki gjaldskrár fyrir árið 2024 umfram 3,5% og endurskoða gjaldskrár ársins hafi þær hækkað meira. Sérstaklega verði horft til gjaldskráa er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Þá verði gjaldskrárhækkunum stillt í hóf eins og nokkur kostur er á samningstímanum.

Skýrara verður það ekki og ég trúi ekki að sveitarstjórnir sumra sveitafélaga ætli og vogi sér að svíkja launafólk með því að standa ekki við gefin loforð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég sem formaður Starfsgreinasambands Íslands er brugðið að lesa það sem Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar segir að Mosfellsbær, Kópavogur, Garðabær og fleiri sveitarfélög hafi heldur ekki lækkað gjaldskrárnar.

Ég skora á þau sveitarfélög sem ekki hafa efnt það að lækka gjaldskrár sínar niður í 3,5% sérstaklega gagnvart barnafjölskyldum eins og yfirlýsingin til stuðnings kjarasamningsins kveður á um.

Ég neita að trúa að sveitastjórnarfólk þar sem ekki hefur verið lækkaðar gjaldskrár séu óheiðarlegt fólk sem ekki sé treystandi en það mun koma í ljós á næstu vikum.

Ég vil minna að kjarasamningurinn gekk út á að semja til langstíma með hófstilltum hætti til ná niður verðbólgunni og skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun. Þessi leið sparar sveitarfélögunum marga milljarða í launakostnað og því lágmark að sveitarfélögin standi við sín loforð. Annað er þeim sveitarfélögum til ævarandi skammar og minnkunar og ljóst að slík svik mun verkalýðshreyfingin ekki getað látið aðgerðalaus gagnvart þeim sveitarfélögum sem standa ekki við umrædda yfirlýsingu

Ég veit að Akraneskaupstaður, Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög hafa staðið við sitt loforð og lækkað gjaldskrár sem lúta að barnafjölskyldum.

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: