- Advertisement -

Íbúarnir eru „kolbrjálaðir“ út í Dag

…enda ert þú sjálf­ur með einka­bíla­stæði…

„Ég hef rætt við íbúa á svæðinu sem eru al­veg kol­brjálaðir yfir fram­göngu þinni. Þess­ir íbú­ar eru að íhuga að setja af stað und­ir­skrifta­söfn­un til stuðnings kaup­mönn­un­um á Lauga­vegi, enda eru þeir í sömu spor­um og ég,“ skrifar Þórarinn Stefánsson, íbúi við Laugaveg, og er ekki sáttur við framgöngu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Þórarinn sér á eftir verslunum sem hafa hætt rekstri.  „Þess­ir aðilar sjá það mæl­an­lega að versl­un minnk­ar þegar Lauga­veg­in­um er lokað. Þetta sést á bók­haldi þess­ara versl­ana,“ skrifar Þórarinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég veit svo sem til þess að við heim­ili þitt að Óðins­götu, þar sem nú víkja bíla­stæði fyr­ir fal­legu torgi, svo­kölluðu Óðin­s­torgi, ert þú með einka­stæði enda legg ég mína leið stund­um að veit­ingastaðnum Snaps við Óðins­götu. Kannski þykir þér ekk­ert til­töku­mál, hr. borg­ar­stjóri, að eyða þrjú hundruð millj­ón­um af skatt­fé borg­ar­anna til að ryðja burtu stæðum fyr­ir aðra íbúa en sjálf­an þig og hrekja um leið rekstr­araðila frá svæðinu til þess eins að fegra um­hverfið í kring­um hí­býli þitt. Fasteignaverð fast­eign­ar þinn­ar hlýt­ur að hækka mikið við þessa fram­kvæmd, enda ert þú sjálf­ur með einka­bíla­stæði, sem verður enn verðmæt­ara við fækk­un bíla­stæða í kring­um húsið þitt,“ skrifar Þórarinn í opnu bréfi til borgarstjóra og Mogginn birtir í dag.

Þegar ég legg af stað úr vinnu ek ég rak­leiðis heim, sem tek­ur mig lang­an tíma enda berð þú ábyrgð á, herra borg­ar­stjóri, einni verstu um­ferðar­stjórn­un sög­unn­ar í borg­inni minni, Reykja­vík. Það tek­ur u.þ.b. klukku­stund að kom­ast heim frá vinnu. Og ekki er hægt að skrifa neinn ann­an en þig fyr­ir þeirri staðreynd.

Eft­ir að heim er komið á ég eft­ir að finna stæði en ég er einn af þeim heppnu sem eru með svo­kallað íbúa­kort, sem veit­ir rétt­indi til að leggja án þess að borga í stöðumæli. Hins veg­ar tek­ur það mig mjög lang­an tíma að finna stæði en það hef­ur lengst tekið mig tvær klukku­stund­ir. Þetta er ekki boðlegt, herra borg­ar­stjóri og ná­granni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: