- Advertisement -

Inga skilur ekki eða veit ekki

Hrafn Magnússon skrifar:

Flokkur fólksins virðist vera með mjög sėrkennilegar skoðanir á íslenska lífeyrissjóðakerfinu. Þar er að mörgu að taka í stefnu flokks fólksins sem flest ber þess merki að um misskilning eða vankunnáttu sé um að ræða. Nýjasta útspilið kom fram hjá formanni flokksins Ingu Sæland í sjónvarpinu í gær. Í stuttu máli leggur Flokkur fólksins til að iðgjöld til lífeyrissjóða verði skattlögð.

Þesssi kerfisbreyting þýðir einfaldlega tilfærslu á skatttekjum milli kynslóða. Nánast alls staðar í rīkjum innan OECD er sama fyrirkomulag og hér á landi, þ.e. iðgjöld eru undanþegin skatti en lífeyririnn er skattlagður. Þessi tillaga Flokks fólksins er því fráleit, hún er vanhugsuð og byggir á misskilningi.

Hrafn Magnússon var í langan tíma framkvæmdastjóri sambands lífeyrissjóða.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: