- Advertisement -

Jafningjarnir RÚV og Vestmannaeyjar

Gísli Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum er með skemmtilegan samanburð í nýrri Moggagrein.

„Rík­is­út­varpið, sem er í eigu þjóðar­inn­ar, er á sam­keppn­ismarkaði. Rík­is­út­varpið kepp­ir við aðra fjöl­miðla, stóra sem smáa, um frek­ar lít­inn og lokaðan aug­lýs­inga­markað, sem hef­ur í raun minnkað enn meira með til­komu fé­lags­miðla sem byggja tekjumód­el sín fyrst og fremst á aug­lýs­inga­tekj­um,“ segir í upphafi greinarinnar.

Gísli skoðar aug­lýs­inga­tekj­ur RÚV fyrir árið 2023 sem voru 2.941 millj­ón króna. „Ríkið veitti á sama tíma styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla upp á rúm­ar 470 millj­ón­ir. Tekjumód­el einka­reknu miðlanna bygg­ist fyrst og fremst á aug­lýs­inga­tekj­um og því að mínu viti út úr kort­inu að RÚV sé á aug­lýs­inga­markaði. Það væri miklu nær að sjálf­stæðir miðlar fengju að keppa um þess­ar tekj­ur og ríkið léti af þess­ari meðvirkni og legði af styrk­ina.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
 TekjurTekjur
 RÚVVEY
20227.900.000.0008.000.000.000
20238.700.000.0009.100.000.000
  
 GjöldGjöld
 RÚVVEY
20227.600.000.0007.400.000.000
20238.200.000.0008.200.000.000

Tekj­ur á við meðal­stórt sveit­ar­fé­lag

„Heild­ar­tekj­ur RÚV árið 2022 voru 7,9 millj­arðar og 8,7 árið 2023. Á sama tíma voru tekj­ur Vest­manna­eyja­bæj­ar 8 millj­arðar árið 2022 og 9,1 árið 2023. RÚV hef­ur þar af leiðandi álíka tekj­ur og sveit­ar­fé­lag sem tel­ur tæp­lega 5.000 íbúa og þar sem tekj­ur íbú­anna og um leið út­svar­s­tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins eru með hæsta móti.“

Gjöld­in líka

„Gjöld RÚV árið 2022 voru tæp­ir 7,6 millj­arðar en rúm­ir 8,2 árið 2023. Á sama tíma voru gjöld Vest­manna­eyja­bæj­ar 7,4 millj­arðar árið 2022 en tæp­ir 8,2 árið 2023. Aft­ur eru út­gjöld RÚV í anda sveit­ar­fé­lags af þeirri stærðargráðu sem Vest­manna­eyj­ar eru.“

Fjöl­miðlun og marg­miðlun á færi allra

Ég velti því fyr­ir mér hvort stofn­un í eigu rík­is­ins, með starf­semi sem sí­fellt verður auðveld­ara og aðgengi­legra fyr­ir hinn hefðbundna meðaljón að stunda sök­um auk­inn­ar tækni og með til­komu gervi­greind­ar, þurfi svona mikla fjár­muni til að halda uppi starf­semi. Get­ur stofn­un­in ekki sinnt menn­ing­ar­legu hlut­verki sínu fyr­ir minni pen­ing?

Sam­keppni við litla mann­inn

Á und­an­för­um miss­er­um sjá­um við að Rík­is­út­varpið er með all­ar klær úti og fer í sam­keppni við einkaaðilann um leið og hon­um geng­ur vel. Helsta dæmi þess er hlaðvörp­in sem hafa náð mikl­um hæðum und­an­farið. RÚV læt­ur ekki sitt eft­ir liggja og set­ur nán­ast alla sína út­varpsþætti og dag­skrár­gerð frá sér í þess kon­ar sniði í krafti yf­ir­burða sinna og for­skots. Það væri kannski ekki merki­legt að RÚV væri að taka þátt í þess­ari miðlun nema fyr­ir þá ein­földu ástæðu að hlaðvörp­in þeirra eru í tuga­tali og hlut­falls­lega langt­um fleiri en geng­ur og ger­ist hjá öðrum miðlum.

Skatt­ur­inn, dauðinn og út­varps­gjaldið

…einn af fáum draug­um sem enn lifa frá…

Ann­ar liður í tekju­öfl­un stofn­un­ar­inn­ar eru út­varps­gjöld­in sem eng­inn kemst hjá að borga. Það er bara þrennt ör­uggt í þess­um heimi; skatt­ur­inn, dauðinn og út­varps­gjöld­in, a.m.k. á meðan maður býr á Íslandi. Þau eru barn síns tíma enda ekki val. Þetta er einn af fáum draug­um sem enn lifa frá því tíma­bili sem Ísland var í höft­um. Í dag höf­um við um margt annað að velja til að sækja okk­ur afþrey­ingu, frétt­ir og upp­lýs­ing­ar. Treyst­ir ríkið ekki þessu ágæta fólki sem vinn­ur hjá Rík­is­út­varp­inu til að búa til efni sem viðheld­ur eða jafn­vel eyk­ur áhuga fólks á miðlum og dag­skrár­gerð Rík­is­út­varps­ins?

Svona hef­ur þetta alltaf verið – bannað að breyta

Ég tel að hér sé breyt­inga þörf og er ég ekki einn um það. Hvort það eigi að leggja starf­sem­ina niður er ég ekki viss um en það þarf a.m.k. að taka stofn­un­ina af aug­lýs­inga­markaði og leggja niður RÚV ohf. RÚV yrði í fram­haldi gert að stofn­un á fjár­lög­um með sjálf­stæða stjórn eins og lagt var til af þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins sl. haust. Hvort það ger­ist í ná­inni framtíð ræðst af kjarki þing­heims til að horf­ast í augu við að rétt­læti er lítið sem ekk­ert í starf­semi sjálf­stæðra fjöl­miðla á Íslandi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: