- Advertisement -

Jón vill nýjan þingmeirihluta og orðasalat Hildar þingflokksformanns

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrum ráðherra, vill mynda nýjan meirihluta á Alþingi til að koma nýjum virkjunum áfram. Vinstri græn, eru að mati þingliðs flokksins, dragbítur á öflun nýrrar orku.

Í Mogganum í dag er viðtal við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann. Í fréttinni segir:

„Marg­ir flokks­menn Sjálf­stæðis­flokks nefni það mál ásamt öðrum varðandi fýsi­leika þess að mynda nýj­an meiri­hluta.“

Síðan kemur orðasalat af dýrari gerðinni:

„Það er þannig í stjórn­mál­um að maður myndi auðvitað helst geta myndað rík­is­stjórn um þá sýn ein­göngu sem maður sjálf­ur aðhyll­ist. Það er verk­efni okk­ar í stjórn­mál­um að reyna að gera meira gott en ekki. Það er því ábyrgðar­hluti okk­ar að spyrja í sí­fellu hvort við náum að gera meira gott en ekki í því rík­is­stjórn­ar­sam­starfi sem er aug­ljóst öll­um að inni­held­ur ákveðinn áherslumun á hvað sé sam­fé­lag­inu fyr­ir bestu. Þetta rík­is­stjórn­ar­mynst­ur er krefj­andi en fékk end­ur­nýjað umboð í síðustu kosn­ing­um og er því núna komið á sjö­unda ár, sem er lang­ur tími í öll­um sam­an­b­urði.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: