Stjórnmál Þórður Snær skrifaði nýja grein á Kjarnyrt. Hér er brot af greininni.
Þær ríkisstjórnir sem sátu að völdum áratuginn áður en sú sem nú situr einblíndu mjög á ófjármagnaðar skattalækkanir fyrir tekjuhæstu landsmenn, eftirgjöf réttlátra gjalda á stóra atvinnuvegi, viðhald skattaglufna sem gagnast fjármagnseigendum, uppbyggingu stuðningskerfa fyrir þá sem þurftu ekki endilega á þeim að halda og beinar peningagjafir úr ríkissjóði til hópa sem hafa það betur en flestir aðrir. Á sama tíma jókst skattbyrði á venjulegt launafólk, mikilvæg tekjuöflunarkerfi voru látin drabbast niður, velferðarkerfi létu verulega á sjá og gríðarleg innviðaskuld safnaðist upp.
Hér að neðan má lesa greinina alla.