- Advertisement -

Kampavínsklúbbar og lögreglan

Alþingi Þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson hefur óskað þess að Ólöf Nordal innanríkisráðherra svari sér um afskipti lögreglu af rekstri svokallaðra kampavínsklúbba.

Spurningar Þorsteins eru fjórar.

Hann spyr hversu mörg tilvik, sem tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba, hafa verið skráð í dagbók lögreglu árin 2011–2015? Hversu mörg tilvik, sem tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba, hafa verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011–2015?

Hafa einhver þessara tilvika leitt til rannsóknar lögreglu? Ef svo er, hverjar hafa lyktir rannsókna orðið? Hvers eðlis eru umrædd tilvik?
Ólöfu ber að svara skriflega.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: