- Advertisement -

Kerecis: Næstum 29 milljarðar króna gætu endað í ríkissjóði Bjarna Ben

Gunnar Smári skrifaði fyrir Samstöðina.

Reikna má með að um 75% af hluthöfunum Kerecis séu innlendir. Það má því reikna með að um 131 milljarður af rúmlega 175 milljörðum króna sem Coloplast borgaði fyrir hlutabréfin. Kaupverðið er í Bandaríkjadölum og alls óvíst hversu stór hluti þess ratar inn í íslenskt efnahagslífs. En þetta er svo há upphæð að ef hún kæmi inn í hagkerfið í formi gjadleyris og yrði skipt yfir í íslenskar krónur myndi það lyfta íslensku krónunni. Og þar með draga út verðbólgu þar sem verð innflutnings í íslenskum krónum myndi lækka.

Ekki er víst að fjármagnstekjuskattur leggist á alla þessa upphæð. Ef hluthafar voru með hlutabréfin í eignarhaldsfélögum þá hafa þeir ýmis ráð til að fresta skattgreiðslum eða komast undan þeim. En ef fjármagnstekjuskattur yrði lagður á þessa upphæð myndu tæplega 29 milljarðar krónna renna inn í ríkissjóð. Upp í 186 milljarða króna hallann sem Alþingi samþykkt við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2023, sem reyndar hefur eitthvað minnkað frá samþykkt vegna mikillar þenslu og verðbólgu.

Fjármagnstekjuskattur er lægstur á Íslandi af Norðurlöndunum. Ríkissjóðir hinna Norðurlandanna myndu því fá meira til sín en sá íslenski af þessari sölu.

Þetta má sjá í þessari töflu:

Eins og þarna sést fengi ríkið um 10,5 milljörðum króna meira til sín ef skattareglur væru þær sömu og í Svíþjóð og 26,3 milljörðum krónum meira, næstum tvöfalt, ef hér giltu sömu reglur og í Danmörku.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: