- Advertisement -

Kolbrún skrifar Vigdísi og Eyþóri

Kolbrún Bergþórsdóttir nýtir leiðara Fréttablaðsins í skrif til Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins.

„Upphrópanir hafa í miklum mæli einkennt málflutning minnihlutans í borginni og þar ganga Sjálfstæðismenn í takt við fulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins. Talað er eins og meirihlutinn í borginni leggi beinlínis metnað sinn í að ergja borgarbúa á allan mögulegan hátt, eins og með því að vilja draga þá út úr einkabílnum og þvinga upp á þá borgarlínu. Minnihlutinn lætur svo eins og tilvist göngugatna sé meðvitað bragð meirihlutans til að leggja stein í götu verslunarreksturs í miðborginni. Hvernig í ósköpunum er hægt að flokka svona tal sem málefnalega gagnrýni?“

Svo segir Kolbrún:

„Í áðurnefndri skoðanakönnun tapar Miðflokkurinn fylgi en borgarfulltrúi hans, Vigdís Hauksdóttir, er sennilega mesta hávaðamanneskjan í íslenskri pólitík. Þegar borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, á í hlut sér hún spillingu og subbuskap í hverju horni. „Úlfur, úlfur,“ hrópar hún við engar undirtektir kjósenda. Reglulegar ásakanir hennar um pólitískar ofsóknir og margs konar einelti í sinn garð vekja sömuleiðis þreytuviðbrögð. Það er Vigdísi heldur engan veginn til framdráttar að hún skuli kjósa á fundum borgarstjórnar að snúa baki í manneskju sem henni semur ekki við. Slíkt framferði ber vott um vanstillingu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að lokum ráðleggur Kolbrún:

„Ef minnihlutinn í borginni ætlar sér að vinna traust borgarbúa þarf hann að stunda vandaðri pólitík en hann gerir. Fyrst er að láta af óhemjuganginum og temja sér meiri stillingu og yfirvegun í málflutningi. Þá, en ekki fyrr, verður hægt að tala um málefnalega gagnrýni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: