- Advertisement -

Krónan fallið um 24 prósent í tíð ríkisstjórnarinnar

Ágúst Ólafur Ágústsson hefur áhyggjur af krónunni. Ég hef alltaf áhyggjur af krónunni,“ sagði hann.

„Ég hef áhyggjur af krónunni. Ég hef alltaf áhyggjur af krónunni, sagan sýnir að maður á að hafa áhyggjur af henni,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, í þingræðu um fjáraukalög.

„Ef gengi krónunnar lækkar þýðir það alltaf lífskjararýrnun fólks og verðbólguskot. Þá kikkar verðtryggingin inn og þá hækka lán heimilanna. Ég veit að við höfum mjög stóran gjaldeyrisvaraforða. Það er gott. Ég veit að skuldir heimilanna eru miklu lægri en 2008 sem og skuldir fyrirtækjanna en við þurfum samt að vera á varðbergi með þetta. Sagan sýnir að krónan gefur eftir við svona aðstæður. Hún er nú þegar búin að lækka um 10% síðan um áramót. Ég held að hún sé meira að segja búin að lækka um 24% síðan ríkisstjórnin tók við þannig að þegar gengið lækkar hækka innfluttar vörur,“ sagði þingmaðurinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: