- Advertisement -

Kvótinn: Nýr meirihluti að myndast á þingi?

Nú þegar formaður Framsóknarflokksins hefur séð ljósið…

„Fregnir af umsvifum íslenskra útgerðarrisa í Namibíu hafa minnt margt fólk á það af hverju þessir aðilar urðu svona brjálæðislega ríkir og voldugir,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson á Alþingi.

„Enn eina ferðina er allt í háaloft í samfélaginu vegna þess sem margir upplifa sem ranga aðferð við meðferð veiðiheimilda. Það fer ekki á milli mála að það er ólga innan raða VG. Nú síðast í gær missti flokkurinn einn sinn öflugasta liðsmann. Mikil mótmæli hafa verið á Austurvelli og svo brá við á dögunum að hljóð heyrist úr horni frá sjálfum sköpunarflokki kvótakerfisins, Framsóknarflokknum, þegar Sigurður Ingi Jóhannesson sagði í ræðu á miðstjórnarþingi að kerfið hefði ekki verið skapað til að nokkrir einstaklingar gætu orðið ofurríkir eða til að þeir fjármunir sem urðu til við aukna verðmætasköpun færu á flakk milli reikninga á aflandseyjum. Nú þegar formaður Framsóknarflokksins hefur séð ljósið er kannski ráð að velta fyrir sér hvort hugsanlega sé að skapast nýr meiri hluti á þingi fyrir löngu tímabærum umbótum á þessu kerfi sem svo öflug varðstaða hefur verið um, að allir flokkar á þingi nema Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans gætu komið sér saman um að koma á kerfi sem gæti ríkt sátt um hjá þjóðinni, jafnvel svo að ég nefni hið voðalega orð útboðsleið, og koma jafnvel auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem er kveðið á um fullt endurgjald,“ sagði Guðmundur Andri.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: