Stefán Ólafsson skrifaði:
HÆGRI pressan, Viðskiptaráð, SA og hægri pólitíkin tala mikið um að skattar séu háir á Íslandi. Það á þó ekki við um skatta á þá tekjuhæstu og eignamestu, fjármagn og fyrirtæki. Þar er Ísland í hópi þeirra OECD-ríkja sem hafa einna lægstu skattbyrðina.
Á meðfylgjandi mynd er gott dæmi um þetta. Þar er sýnd álagning á mikilvægan þátt fjármagnstekna, arðgreiðslur til hluthafa árið 2023. Um 70% fjármagnstekna koma í hlut tekjuhæstu tíu prósentanna. Lág skattlagning fjármagnstekna hér er þannig skattaafsláttur til þeirra tekjuhæstu.
Álagning á hagnað fyrirtækja er einnig frekar lág hér og álagning á hæstu tekjur einstaklinga sömuleiðis. Með því að færa skattlagningu þeirra ríkustu í átt að því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum þá gengi okkur betur að halda úti viðunandi velferðarkerfi.