- Advertisement -

Landsbankinn: Reksturinn stefnir í þrot

HEILBRIGÐISMÁL „Það lítur þannig út að uppsafnaður rekstrarhalli, sem myndast hefur á mörgum hjúkrunarheimilum, vegna fjárskort undanfarin ár, valdi því að rekstur þeirra 11.2.2016stefnir í þrot.“ Þetta segir í frétt greiningardeildar Landsbankans í dag.

Þessu til viðbótar, segir greiningardeildin, eru mörg heimili enn með skuldir vegna lífeyrisskuldbindinga starfsmanna. „Samkvæmt samkomulagi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu við ríkissjóð átti slíku uppgjöri að vera lokið fyrir mitt ár 2015 en ekki sér enn fyrir endann á því máli.“

Lagaskylda ríkissjóðs

Landsbankinn segir einnig ljóst að lagaskylda hvílir á ríkissjóði til þess að rekstur hjúkrunarheimila gangi upp. Þá er einnig ljóst að staða margra þeirra er orðin mjög bág og heyrst hefur um hundraða milljóna kröfur á ríkissjóð vegna þessa. Litlar upplýsingar hafa komið fram um hversu stórt málið er í raun og veru, en ljóst er að áhrifin á ríkisfjármálin kunna að verða töluverð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sveitarfélög og samtök sjálfstæðra fyrirtækja sem reka slík heimili hafa gert kröfur á ríkið um hærri daggjöld og greiðslur á uppsöfnuðu tapi síðustu ára. Samkvæmt lögum á ríkissjóður að standa undir ákveðnum þáttum varðandi hjúkrunarheimili; að veita styrki til stofnkostnaðar og standa straum af rekstrarkostnaði með daggjöldum.

Kristján Þór og áhersluatriðin

Í aðeins ársgamalli frétt Fréttablaðsins segir að aðeins fimmtungi af peningum Framkvæmdasjóðs aldraðra sé úthlutað til verkefna á vegum sjóðsins. Langstærstur hluti framkvæmdasjóðsins fer í leigu á öldrunarhúsnæði víðsvegar um landið og rekstur öldrunarheimila.

„Það er áhersluatriði hjá mér varðandi uppbyggingu hjúkrunar rýma að þessa fjármuni sem renna í rekstur fáum við til uppbyggingar nýrra hjúkrunarrýma,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í janúar í fyrra.

Minnst fer í framkvæmdir

Frá 2010 til 2014 hafa 8,2 milljarðar króna runnið í sjóðinn. 1.672 milljónum hefur verið úthlutað úr sjóðnum til verkefna sem sótt hefur verið um í sjóðinn. Mismunurinn, um 6,5 milljarðar, fer í ýmsa hluti, svo sem rekstur stofnanaþjónustu, leigugreiðslur vegna hjúkrunarheimila og viðhalds öldrunarstofnana.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: