- Advertisement -

Landspítali er dýrasta hjúkrunarheimilið

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi skrifar:

Kolbrún Baldursdóttir.

Á þeim degi sem meirihlutinn kynnti sáttmála sinn mætti ég á svæðið og spurði hvort til stæði að leysa mannekluvanda gaf borgarstjóri loforð um að taka ætti á biðlistum í félagslegri heimaþjónustu og hjúkrun. Nú eru liðin tvö ár og enn er staðan grafalvarleg. Landspítalinn er dýrasta hjúkrunarheimili landsins. Ekki hefur tekist að manna stöður heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Launin eru ekki til að hrópa húrra yfir og hér er um að ræða álagsstörf. Það er borgarmeirihlutans að gera þessi störf meira aðlaðandi svo fólk vilji vinna þau. Það loforð sem gefið var fyrir ári að taka á þessum málum hefur ekki verið efnt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: