- Advertisement -

Launafólk á eitt að stýra lífeyrissjóðum

Nú er kominn tími til að við náum tökum á okkar eignum.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og fyrsti varaforseti ASÍ, skrifar:

Þær fréttir sem berast frá Icelandair eru hreint út sagt fáránlegar. Að félag sem er í meirihlutaeigu margra lífeyrissjóða gangi fram gegn félagsmönnum stéttarfélaga með jafn ósvífnum hætti er fráleitt. Að fyrirtækið ætli sér að stofna verkalýðsfélag sem þeim sé þóknanlegt. Sú krafa getur ekki hafa komið frá lífeyrissjóðunum og sé þessi krafa uppi frá öðrum eigendum Icelandair þá er ljóst að frekari aðkoma lífeyrissjóða er sett í vonlausa stöðu.

Það er tvennt sem fær mig til að velta fyrir mér vegna þessarar stöðu er hver samfélagsleg ábyrgð fyrirtækisins sé og þá hvort stjórnendur félagsins séu að starfa í anda samfélagslegra viðmiða sjóðanna. Ljóst er að það þarf að endurmeta stöðu æðstu stjórnenda Icelandair í kjölfarið ef fyrirtækið kemst í gegnum þessar hremmingar.

Hitt er að nú er ljóst að við verðum að stíga risastór skref til þess að losna við atvinnurekendur úr stjórnum lífeyrissjóðanna EF þessi krafa er komin frá sjóðunum. Það er auðvitað þannig að launafólk á að stýra lífeyrissjóðum að öllu leyti, nú er kominn tími til að við náum tökum á okkar eignum.

Þessi viðhorf, að velja hentug verkalýðsfélög sem hlýða stjórnendum fyrirtækjanna, hafa heyrst frá fulltrúum fyrirtækja í gegnum tíðina og væri skelfilegt ef þessir sömu fulltrúar eru farnir að beita slíkum viðhorfum inni í fjárfestingum sem við, sjóðfélagar lífeyrissjóðanna, eigum hlut í.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: