- Advertisement -

Launahækkanir og hræsni dauðans

Vilhjálmur Birgisson skrifaði:

Í fréttum í kvöld á RUV upplýsti forsætisráðherra að launahækkun helstu ráðamanna þann 1. júlí yrði allt að 6,3%.

Þetta þýðir að laun á Alþingi munu hækka ca. sem þessu nemur:

• 85,000 – Óbreyttir þingmenn.

• 141,000- Forseti þingsins.

• 141.000 – Ráðherrar.

• 156,000- Forsætisráðherra.

• 127,000 – Formenn flokka án ráðherradóms.

Þessar hækkanir er alls ekki í samræmi við þær launahækkanir sem samið var á hinum almenna vinnumarkaði. Eins og allir vita hafa Seðlabankinn og stjórnvöld og þá sérstaklega fjármálaráðherra gagnrýnt harðlega þá kjarasamninga sem samið var um í desember.

En munum að SGS samdi „bara“ í formi krónutöluhækkuna sem var að meðaltali 43.000 þúsund á mánuði auk viðbótahækkunar handa fiskvinnslufólki.

VR og iðnaðarmenn sömdu um 6,75% launahækkun en enginn fékk meira en 66.000 þúsund króna hækkun.

Það er grátbroslegt að sjá ráðamenn sem hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna fyrir afar óábyrga kjarasamninga taka 113% hærri launahækkun en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. En þetta sýnir líka hvernig prósentuhækkanir eru tryllitæki blekkingar og aflgjafi misskiptingar og óréttlætis.

En gagnrýni Seðlabankans og stjórnmálamann yfir kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði er hræsni dauðans!

Greinina birti Vilhjálmur á Facebooksíðu sinni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: