- Advertisement -

Leyndardómar Lindarhvols

Björn Leví Gunnarsson skrifar um leyndardóma Lindarhvols. Og birtir í Mogganum í dag. BLG rifjar upp málið í stuttu máli. Grein þingmannsins er hér óstytt:

„Erum við ekki öll búin að gleyma Lind­ar­hvols­mál­inu? Er þá ekki gott til­efni til þess að rifja aðeins upp um hvað það mál snýst?

Í stuttu máli varð hér fjár­mála­hrun og fullt af fyr­ir­tækj­um varð gjaldþrota. Bank­inn tók þá yfir all­ar eign­ir þess­ara fyr­ir­tækja upp í gjaldþrotið. Það dugði þó ekki til fyr­ir bank­ana sem urðu líka gjaldþrota. Ríkið tók yfir bank­ana og eignaðist þar með öll gjaldþrota fyr­ir­tæk­in. Til þess að ein­falda end­ur­reisn banka­kerf­is­ins þá voru öll þessi gjaldþrota fyr­ir­tæki sett inn í sér­stakt eign­ar­halds­fé­lag sem fékk nafnið Lind­ar­hvoll ehf. Svo voru sett sér­stök lög um hvernig Lind­ar­hvoll átti að selja all­ar þess­ar eign­ir.

All­ir lands­menn voru gríðarlega brennd­ir af öll­um fjár­mála­gjörn­ing­um hruns­ins og það var ná­kvæm­lega ekk­ert traust eft­ir í sam­fé­lag­inu þannig að það var reynt að setja sölu­ferli þess­ara eigna eins langt frá póli­tísk­um af­skipt­um og mögu­lega var hægt. Rík­is­end­ur­skoðun skyldi hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd sölu­ferl­is­ins, það átti að fara eft­ir stjórn­sýslu­lög­um, þing­inu veitt­ar upp­lýs­ing­ar um fram­gang söl­unn­ar og lögð var sér­stök áhersla á gagn­sæi. Eða eins og seg­ir í frum­varp­inu:

Þú gætir haft áhuga á þessum

BLG:

Enn hef­ur þingið ekki birt grein­ar­gerðina og þar með viður­kennt birt­ing­ar­skyldu sína og í sum­ar hótaði for­seti Alþing­is því að rann­saka þyrfti birt­ingu Þór­hild­ar Sunnu. Birt­ingu á grein­ar­gerð sem hvergi er merkt sem trúnaðar­mál af hendi setts rík­is­end­ur­skoðanda.

„Meiri hlut­inn tel­ur ekki þörf á að gerðar séu breyt­ing­ar á þeim meg­in­sjón­ar­miðum sem fé­lagið skal leggja áherslu á við störf sín sam­kvæmt frum­varp­inu en þau kveða á um að fé­lagið skuli leggja áherslu á gagn­sæi, hlut­lægni, jafn­ræði og hag­kvæmni.“

Fyrst á áherslu­list­an­um, gagn­sæi.

En hvað gerðist? Rík­is­end­ur­skoðandi, sem var sett­ur í eft­ir­lits­verk­efnið, skil­ar grein­ar­gerð til þings­ins sem fæst hvergi birt. Ekki fyrr en þykkt brúnt um­slag berst í póst­hólf nokk­urra þing­manna með téðri grein­ar­gerð, að Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata, birt­ir grein­ar­gerðina. Samt var for­sæt­is­nefnd búin að ákveða að birta grein­ar­gerðina. Tvisvar. Ég greiddi at­kvæði með því að birta grein­ar­gerðina í annað af þeim skipt­um í for­sæt­is­nefnd eft­ir að for­sæt­is­nefnd fékk lög­fræðiálit þar sem niðurstaðan var að Alþingi bæri laga­leg skylda til þess að birta grein­ar­gerðina um Lind­ar­hvol.

Enn hef­ur þingið ekki birt grein­ar­gerðina og þar með viður­kennt birt­ing­ar­skyldu sína og í sum­ar hótaði for­seti Alþing­is því að rann­saka þyrfti birt­ingu Þór­hild­ar Sunnu. Birt­ingu á grein­ar­gerð sem hvergi er merkt sem trúnaðar­mál af hendi setts rík­is­end­ur­skoðanda. Hvorki þegar grein­ar­gerðin er send til þings­ins né þegar grein­ar­gerðin var send Þór­hildi Sunnu.

Þá verður að spyrja: hver ákvað að skjalið skyldi vera bundið trúnaði ef það var ekki sett­ur rík­is­end­ur­skoðandi? Hver get­ur ákveðið að grein­ar­gerðin sé bund­in trúnaði eft­ir af­hend­ingu setts rík­is­end­ur­skoðanda?

Fylg­ist með í næsta þætti af Leynd­ar­dóm­um Lind­ar­hvols þegar þess­um spurn­ing­um verður von­andi svarað.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: