- Advertisement -

Má búast við hunangsblöku?

Það er réttmætt að spyrja þetta reiða fólk hvers vegna það hafi ekkert aðhafst strax og kröfur útgerðanna í SFS voru settar fram?

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Frá því að ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir tók við völdum, þá hefur forsætisráðherra ítrekað skýran vilja sinn til þess að koma í veg fyrir uppkaup auðmanna á jörðum. Nýlega fæddist frumvarp um málið eftir langa meðgöngu.

Það er eiginlega ofsögum sagt að þar hafi fæðst lítil mús svo lítilfjörlegur var afraksturinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Kristján Þór Júlíusson.
Mynd: Stjórnarráðið.

Það er ekkert nýtt að samherjarnir: Katrín, Sigurður Ingi og Kristján Þór lýsa yfir breytingum á geðslagi sínu þegar upp kemst um græðgi og óheiðarleika nokkurra útgerðarrisa, sem fá einokunarrétt til þess að nýta sameiginlega auðlind landsmanna til eins árs í senn.

Eftir að fjallað var í Kveiki um uppljóstranir Jóhannes Stefánssonar um mútugreiðslur og arðrán Samherja í Namibíu, voru allir ráðherrar ríkisstjórnar Íslands miður sín af sorg vegna málsins. Þrátt fyrir umrædda sorg hefur lítið sem ekkert frést af rannsókn yfirvalda á Samherja. Það virðist enn vera svo að allar óskir fyrirtækisins fái hraðferð í gegnum stjórnkerfið, ef marka má hvernig Seðlabankinn afgreiddi mál Samherja um yfirtökuskyldu á Eimskip.

Nú fyrst eftir að kröfur útgerðarinnar um ósanngjarnar bætur í makrílmálinu voru kreistar fram í fyrirspurn í þinginu, þá lýsa ráðherrar yfir reiði og hneykslan. Það er réttmætt að spyrja þetta reiða fólk hvers vegna það hafi ekkert aðhafst strax og kröfur útgerðanna í SFS voru settar fram?

Ef mið má taka af fyrri dekri ríkisstjórnarinnar við þennan fámenna hóp auðmanna og aðdraganda málsins, þá má allt eins búast við því að meint reiði ráðamanna geti af sér hunangsblöku, sem er minnsta spendýr veraldar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: