- Advertisement -

Mannréttindi eru brotin. Er öllum sama?

Við búum í lögregluríki þar sem almenningur er sektaður um allt að 500 þús. ef hann hreyfir sig.

Haukur Arnþórsson skrifar:

Í meðfylgjandi grein fjallar Reimar Pétursson lögmaður einkum um ferðafrelsi og atvinnufrelsi. Brotið er á hvoru tveggja – sem eru grundvallandi mannréttindi – í skjóli óljósra ákvæða í almannavarnarlögum – m.a. vantar tímamörk – og þau geta ekki réttlætt lögregluríki í hálft ár eða meira.

Ég vil benda á eftirfarandi mannréttindabrot:

Þú gætir haft áhuga á þessum

(i) Ferðafrelsi, sem tekur bæði til Íslendinga og fólks af erlendu þjóðerni þar sem gert er upp á milli fólks á grundvelli þjóðernis, sem er bannað.

(ii) Tjáningarfrelsi. RUV, Kjarninn, Stundin og fleiri miðlar enduróma skoðanir og fréttatilkynningar stjórnvalda endalaust, hindra framkomu andstæðra sjónarmiða og birta fréttir sem réttlæta ákvarðanir stjórnvalda – og gera lítið úr öðrum nálgunum hjá öðrum þjóðum (t.d. hjá þjóðum sem hafa svo skýlaus mannréttindaákvæði að hindranir á ferða- og samkomufrelsi verða ekki settar á (Svíþjóð og jafnvel Bandaríkin)). Í þessu efni er Erdógan ekki með hlýðnari fjölmiðla en hér starfa. Það er helst að hægri pressan sýni frelsi og lýðræði einhvern áhuga og fer Fréttablaðið á undan. Þetta er kannski það alvarlegasta sem hefur gerst. Ömurlegast er að horfa upp á RUV.

(iii) Samkomufrelsi þar sem fólk má ekki koma saman (fundir, að ekki sé talað um mótmæli eru t.d. tekin af) og er spurning hvað þær hindranir eiga að standa lengi. Það eru kosningar á næsta ári og þær verða ekki haldnar án heimilda til að koma saman – og þær verða ekki undirbúnar án þess. Það þarf illkvittni til að segja að stjórnvöld vilji hafa þetta svona – en hvenær á að aflétta þessu?

(iii) Við búum í lögregluríki þar sem almenningur er sektaður um allt að 500 þús. ef hann hreyfir sig og tilkynningar um hvernig við eigum að hreyfa okkur eru sagðar í sjónvarpi – oftast eini sinni á dag. Jafnvel Erdógan gerir ekki svona.

Almenningur er hleraður.

(iv) Þá er almenningur hleraður með smitrakningarappinu og ferðaappinu, þau hlera bæði hljóð og mynd og staðsetningu allra sem sækja öppin og spurning hvort sú þjónusta hverfur úr símum landsmanna þótt öppin fari, en það er ekki venjan hjá alþjóðlegu hugbúnaðarauðhringjunum.

Það er ekki ljóst hvenær þessu ástandi linni eða hvort því linni (svona veirur lifa í 1-2 aldir). Ef því linnir ekki taka stjórnvöld sér endalaust leyfi til að taka af mannréttindi – eða hvað?

Þá er ég ekki farin að tala um áhrifin sem þetta hefur á eðlilega þjóðfélagsstarfsemi svo sem skólastarf, íþróttastarf (en ungdómurinn er það fólk sem við þurfum helst að verja) – og fjölskyldur, ofbeldi, drykkju o.s.frv. Við sjáum bara sprengingu í fjölda barnaverndarmála og ofbeldismála og sjálfsvíga – en þessi áhrif eiga eftir að koma betur fram.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: