- Advertisement -

Margskattaðir eldri borgarar

Ingvi Rúnar Einarsson, fyrrverandi skipstjóri og núverandi eldri borgari, skrifar áhugaverða grein í Moggann í dag. Ingvi fjallar um kjör eldri borgara. Meðal annars fjallar hann um skattlagningu á eldri borgara:

„Skoðum regl­ur al­menna trygg­ingaþátt­ar­ins. Við greiðslur elli­launa eru þær skattlagðar og skert­ar á ýmsa vegu.

1. Skatt­lagn­ing. Heild­ar­greiðslur úr líf­eyr­is­sjóðum eru skattlagðar. Sem og fjár­magn­s­tekj­ur, sem eru vaxta­tekj­ur og sölu­hagnaður o.s.frv.

2. Skatt­lagn­ing. TR skerðir greiðslur vegna fjár­magn­stekna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

3. Skatt­lagn­ing. Greiðslur frá TR eru skattlagðar.

4. Skatt­lagn­ing. Eft­ir­stöðvar, sem koma svo í hend­ur aldraða, eru skattlagðar sem vsk. við eyðslu.

Ath. Það má bæta við einni skatt­lagn­ingu. Árið 1986 þegar staðgreiðsla var sett á voru inn­greiðslur í líf­eyr­is­sjóði skattlagðar. Þessu var breytt 1993 og hætt að skatt­leggja inn­greiðslurn­ar. Í sjö ár höfðu launþegar greitt þann skatt. Þessi skatt­lagn­ing hef­ur ekki verið bætt. (Miðað við inn­greiðslur í Líf­eyr­is­sjóð sjó­manna á þess­um tíma voru skattgreiðslur þess­ar 1,4 millj­arðar á þeirra tíma gengi.)

Eitt mis­ræmi við út­greiðslur úr líf­eyr­is­sjóðum er greidd­ur tekju­skatt­ur. Staðreynd­in er sú að stór hluti af út­greiðslum líf­eyr­is­sjóðanna er fjár­magn­s­tekj­ur og því ætti að skatt­leggja þær sem slík­ar.

Er það nokkuð óeðli­legt að marg­ir aldraðir lifi í fá­tækt?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: