- Advertisement -

Meiri ógn af manninum en náttúrunni

Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar grein í Moggann um snjóflóðin og ógnina af náttúrunni. Lok greinarinnar eru þess virði að lesa:

„Það verða lík­lega ekki nátt­úru­öfl­in sem kné­setja byggðirn­ar og hrekja íbú­ana á brott. Miklu lík­legra er að mann­anna verk ráði úr­slit­um, íhlut­un lög­gjaf­ans, for­gangs­röðun gæða í þágu sér­hags­muna­hópa, fá­læti og hirðuleysi stjórn­valda. Það eru sterk og lítt sýni­leg öfl sem með klækj­um hafa leitt marg­ar rót­grón­ar sjáv­ar­byggðir í gapa­stokk­inn. Þrótt­mikl­ar byggðir í sögu­legu sam­hengi eru nú í stöðu bein­inga­manns gagn­vart fáum, öfl­ug­um auðhring­um sem Ísland í seinni tíð hef­ur alið af sér.

Það er stór hóp­ur stjórn­mála­manna sem styður óbreytta stefnu og það mun leiða fleiri byggðarlög í þrot, valda ósköp­um og vax­andi mis­mun­un. Fylg­is­menn þeirra sem hins veg­ar vilja sann­gjarna og eðli­lega nýt­ingu sam­eig­in­legr­ar auðlind­ar í haf­inu eru marg­ir á Alþingi. Þeir hafa sem leiðarljós mark­mið sjálf­bærni og hags­muni byggðarlaga. Þeir eru því miður enn of fáir en þeim mun fjölga. Það ger­ist í nýj­um kosn­ing­um til Alþing­is og er ekki tíma­bært að fara að und­ir­búa þær?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: